Wednesday, November 30, 2011

Aðventukrans 2011

Ég elska að gera eitthvað fínt úr því sem er til hér heima. Þessi skreyting er einmitt svoleiðis. Kostaði ekki krónu og ekkert vesen!  Ég er alveg agalega kát með þetta :-)

Ég notaði einn af matardiskunum mínum sem er úr IKEA 4 misstórar barnamatskrukkur, þeim sneri ég á hvolf og festi á kertastatíf, skreytti svo með könglum og þæfðum kúlum.Hér eru svo myndir af kransinum frá því í fyrra :-)

Gamlar jólamyndir

Nokkrar gullfallegar gamlar jólamyndir sem vel væri hægt að nota í jólaföndrinu held ég! Vúha! Njótið :-)

Jólainnblástur

Hægt að leika sér meira með fingraförin :-) Engin takmörk greinilega!
Væri hagt að nota þessa hugmynd fyrir jólakortin? :-)Tuesday, November 29, 2011

Jólakransastuð

Bjó þessa krnasa til fyrir jólabasar sem haldinn var hér á Tálknafirði um síðustu helgi. Gerðir úr járnhring, könglum, greinum af birki og þæfðum kúlum. Föndurvír bindur þá svo saman. Ég er skotin í þeim! :-)

Sunday, November 27, 2011

Heimagerðar jólagjafir

Ég safnaði saman nokkrum hugmyndum að heimagerðum jólagjöfum úr þeim endalausu hugmyndum sem eru á síðunni hjá Mörthu Stewart. Þetta er það sem mér þótti flottast. Þetta er ekki bara innblástur því ef þið klikkið á linkana undir myndunum fáið þið upplýsingar hvernig á að gera hlutina og snið líka! Geggjað¡ Vona að þið finnið hugmyndir sem þið getið notað :-)

Saturday, November 26, 2011

Jólaföndur

Skemmtilegt hvernig þetta:getur með smá vinnu, vatni og sápu orðið að þessu:Er búin að vera að föndra úr þessum þæfði kúlum, könglum og greinum af birki :-)Og föndurhornið er farið að taka á sig mynd. Þarf bara að klára að mála..Gerði þennan könglagarland. Hann er krúttlegur :-)
Skrúfaði svona króka ofaní þá og festi svo á blúndulengju.
Ég er búin að gera allskonar fínheit með þæfðu kúlunum og er alls ekki hætt.  Meira um það næst :-)
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...