Tuesday, July 10, 2012

DIY - Fín mynd



Loksins loksins er ég búin með myndina sem ég er búin að hugsa um í ár og aldir.

Málið er það að ég átti virkilega ljóta mynd á striga sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Ég bauð öllum sem komu í heimsókn hvort þeir vildu eiga hana en öllum fannst hún ljót... Svo í stað þess að henda henni tók ég þá ákvörðun að mála yfir hana! Ég kann ekki við það að sýna ykkur myndina eins og hún var fyrir en í staðinn ætla ég að sýna ykkur hvernig ég gerði myndina svo þið getið gert eins :-)



1. Það sem ég byrjaði á að gera var að finna fallegan lit til að mála myndina með, ég notaði hvíta akrílmálningu sem ég setti smá rauðan útí = ljós bleikur.
2. Ákvað hvaða form ég myndi nota, hringir í tveimur stærðum urðu fyrir valinu, ég klippti þá útúr pappír og strikaði með blýanti utan um. Málaði þá svo rauða, líka akríl málning.
3. Fann letur (notaði helvetica) og leturstærð sem passaði, prentaði þá stafina og klippti  út.
4. Raðaði uppá strigann og festi niður með smá kennaratyggjói.
5. Strikaði eftir stöfunum með blýanti.
5. Svo er það það skemmtilegasta, að fylla inní stafina með permanent tússi.
6. Ramminn var svartur svo lokastigið hjá mér fólst í því að lakka hann hvítan.

Mest af tímanum fór í það að ákveða hvaða setningu ég skyldi nota. Ég á hér alveg helling af hugmyndum en margt þarna er ekki fallegt eftir að það hefur verið þýtt á íslensku.




Ég á enn eftir að ákveða hvar ég hengi hana upp, það sem kemur til greina er stofan, barnaherbergið eða já, svefnherbergið okkar hjóna svo ég er eiginlega engu nær hehe. :-)



Ætliði að gera ykkur mynd? Hvaða setningu mynduð þið nota?


<3 Dúdda

1 comments:

María Kristín said...

Mér finnst myndirnar þínar allar svo fallegar. Ég gaf systur minni svona orðamynd eftir þig í jólagjöf sem hangir nú yfir hjónarúminu hennar og mannsins hennar. Þau voru svo ánægð, enda setning á henni sem minnir þau á fallega brúðkaupsdaginn þeirra.
Takk :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...