Friday, August 3, 2012

Bless og takk fyrir mig ***

Jæja, nú er mín eigin síða komin í gang, endilega kíkið í heimsókn á Árný Hekla(r).

 Þar eru einnig gömlu færslurnar mínar héðan af Systraseið.

Bless Systraseiður, og takk fyrir mig :)

Ég elska ykkur Dúdda og Sigríður Etna, kossar og knús ***

Wednesday, July 11, 2012


Það hlaut að koma að því að ég myndi búa mér til nýja síðu sem ég ætti ein.

Hér er litla elskulegt. Ég er búin að færa alla póstana mína héðan og þangað og bæta einum litlum pósti.

 Endilega kíkið við.




<3 Dúdda

Tuesday, July 10, 2012

DIY - Fín mynd



Loksins loksins er ég búin með myndina sem ég er búin að hugsa um í ár og aldir.

Málið er það að ég átti virkilega ljóta mynd á striga sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Ég bauð öllum sem komu í heimsókn hvort þeir vildu eiga hana en öllum fannst hún ljót... Svo í stað þess að henda henni tók ég þá ákvörðun að mála yfir hana! Ég kann ekki við það að sýna ykkur myndina eins og hún var fyrir en í staðinn ætla ég að sýna ykkur hvernig ég gerði myndina svo þið getið gert eins :-)



1. Það sem ég byrjaði á að gera var að finna fallegan lit til að mála myndina með, ég notaði hvíta akrílmálningu sem ég setti smá rauðan útí = ljós bleikur.
2. Ákvað hvaða form ég myndi nota, hringir í tveimur stærðum urðu fyrir valinu, ég klippti þá útúr pappír og strikaði með blýanti utan um. Málaði þá svo rauða, líka akríl málning.
3. Fann letur (notaði helvetica) og leturstærð sem passaði, prentaði þá stafina og klippti  út.
4. Raðaði uppá strigann og festi niður með smá kennaratyggjói.
5. Strikaði eftir stöfunum með blýanti.
5. Svo er það það skemmtilegasta, að fylla inní stafina með permanent tússi.
6. Ramminn var svartur svo lokastigið hjá mér fólst í því að lakka hann hvítan.

Mest af tímanum fór í það að ákveða hvaða setningu ég skyldi nota. Ég á hér alveg helling af hugmyndum en margt þarna er ekki fallegt eftir að það hefur verið þýtt á íslensku.




Ég á enn eftir að ákveða hvar ég hengi hana upp, það sem kemur til greina er stofan, barnaherbergið eða já, svefnherbergið okkar hjóna svo ég er eiginlega engu nær hehe. :-)



Ætliði að gera ykkur mynd? Hvaða setningu mynduð þið nota?


<3 Dúdda

Friday, July 6, 2012

Vikumolar



 

   

1. Jón Júlí málaður.
2. Völu kúr.
3. Ný vaknaðar.
4. Frænkur róla.
5. Sætasti köttur ever!
6. Ég er að segja ykkur það!
7. Bleikt krem.
8. Uppáhalds!
9. Fallega eldgamla rúmið á leið í viðgerð.
10. Eigandinn fíni.
11. Fjall í baksýn.
12. Dásamleg barnabók.
13. Vinkonur búnar að snúa öllu á hvolf.
14. Lítill listamaður.
15. Ekkert regn engir regnbogar..
16. Eitt af merkmiðum mínum fyrir árið er að fara í kjól á fimmtudögum. Só far só gúd.

Thursday, July 5, 2012

Leikið sér með myndir og mynstur



Gellan sem er með How about orange síðuna setur oft inn mynstur fyrir desktop og til að nota við vefsíðugerð. Ég ákvað að prófa að nota þessi mynstur og smella saman við myndirnar mínar. Ég tók sem sé screen shot af myndunum sem ég fílaði og smellti þessu svo öllu í Picasa. hér fann ég nánast öll mynstrin sem ég notaði í þessar myndir.

Fönn fönn fönn :-)


<3 Dúdda

Tuesday, July 3, 2012

Blóðberg


Við mæðgur fórum með mömmu í dag og þóttumst hjálpa henni að tína blóðberg. Hún ætlar að nota það sem krydd, te og líka búa til ilmpoka.

Það ilmar svo ótrúlega vel!
 Og svo er það svo undurfallegt líka.



Hér getiði svo séð hvað ég gerði við blóðberg í fyrra. Þarf held ég að gera eitthvað í þessa líkingu aftur núna.

<3 Dúdda

Monday, July 2, 2012

Uppáhaldsbækurnar okkar

Við hér í Ólátagarði endum alla daga á því að lesa saman. Nánast án undantekninga er það besti tími dagsins. Þetta er eitthvað sem ég og Erla Maren fórum að gera þegar hún var nokkura mánaða og svo þegar Ragna Evey fæddist var hún nánast strax tekin inn í litla leshópinn okkar ;-) ÞAð er alveg magnað hvað hún hefur haft mikla þolinmæði fyrir því að liggja og hlusta, jafnvel þó við séum að lesa langar bækur og oft margar.

Hér er litla bókasafnið okkar sem við höfum komið fyrir í litlu Dúkkuhúsi, en við höfum það inní stofu hjá okkur.


Mig langaði í kvöld að sýna ykkur uppáhalds bækurnar okkar þessa stundina.


Þessi er alltaf jafn skemmtileg.

Ef þið hafið séð setninguna: Ég elska þig alla leið til tunglsins og aftur til baka, þá er hún úr þessari bók. Alveg dásamleg!

Nýjasta bókin - Og Erla syngur Dimmalimmalimmmma limmm.

Uppáhaldið hennar Rögnu, með svo fallegum og litríkum myndum.


Dásamlegar go skemmtilegar vísur.


Hvað eru uppáhaldsbækurnar ykkar?

Friday, June 29, 2012

Vikumolar

1&2. Dúdda í bæjarferð - Myndir frá Evu Lind.
3. Vala 
4. Falleg birtan á Eysteinseyri
5. Valmúi - fallegasta illgresið :-)
6. Mikið sport að borða skyrið sjálf - Eða gir eins og sumir kjósa að kalla það.
7. Nesti.
8. Föndurstund.
9&10. Í fjörunni á Barðaströnd.
11. Á leið í sund á Barðaströnd.
12. Ragna að æfa sig að róla - Erla hjálpar.




Nokkrir fínir linkar fyrir helgina:

r sýnir Elsie á A Beautiful Mess hvernig hægt er að leika sér með símann með því að blanda saman 2 öppum í símanum

Fallegt lag

Væri sko mikið til í þennan kjól

Margir flottir punktar hér

Thursday, June 28, 2012

Iphone





Nú er ég loksins búin að eignast Iphone og er orðin alveg sjúk. Þvílíka snilldin sem það er að vera alltaf með netta myndavél á sér sem tekur flottar myndir. Og ekki verra að geta leikið sér að öllum öppunum sem hægt er að hlaða inná græjuna.

Tæknin er samt kannski of mikil því ég er strax farin að koma mér í vandræði með símanum og fljótfærninni í mér. En ég náði í gær að setja myndband sem ég hafði hugsað mér að klippa til í tölvunni
beint á facebook. Ég var í fjöruferð með stelpunum en á þessari klippu var vandræðanlega mikið af kjánalegum sjálfsmyndum af mér. Myndbandið hékk inni í 2 heila tíma áður en ég áttaði mig á þessu.. Vandró! Haha. 

Í bænum keypti ég líka svo fína skó í Tiger sem ég má til með að deila með ykkur. en myndirnar eru einmitt teknar á fína síman. Hohoho :-)












<3 Dúdda

Wednesday, June 27, 2012

mömmufrí

Ég fékk 4 daga frí frá mömmu hlutverkinu í síðustu viku og það var alveg dásamlegt! Stundum svolítið rólegt en samt bara dásamlegt. Ég saknaði litlu skottanna mikið en vissi vel að þær væru á góðum stað þar sem þeim leiddist ekki og væru mikið dekraðar af ömmu sinni og afa fyrir sunnan.

Ég ætlaði að gera mikið og margt þennan tíma, en það sem ég gerði var akkúrar ekkert. Algerlega BeSt!


Fríið endaði svo á því að ég keyrði suður til að hitta stelpurnar og eiginmanninn. 6 klukkutímar af engu nema fallegu landslagi og gamalli tónlist sem er alltof langt síðan ég hlustaði á. Diskar frá því ég var á gelgjunni jú sí ;-) Ekkert töff í gangi þar...

Þessi blanda hafði þau áhrif að hugurinn fór á fullt og ég lauk ferðinni á Stokkseyri með svoleiðis yfirfullan huga af hugmyndum. Það var einhver ástæða fyrir því að ég stökk inn í hús rétt áður en ég lagði af stað til að sækja minnisbókina...


Ég vona að ég fái aftur tækifæri á svona fríi, held að það hafi allir gott af því. Mæli með þessu! :-)








<3 Dúdda

Tuesday, June 26, 2012

Hæ hó og jibbí jey

Ég er búin að þeysast á milli landshluta 2 síðustu helgar sem útskýrir rólegheitin hér.


Mig langar samt að sýna ykkur myndir frá 17. júní. En ég og Eva Lind vinkona ákváðum að sleppa öllu húllum hæ-i í bænum og fara frekar með fjölskyldurnar okkar á Þingvelli. Eva er alger listamaður með myndavélina sína og hér koma myndir frá okkur báðum.
Litlir vinir og Alli með litlar skottur.

Alltaf - alltaf að láta taka fjölskyldumuynd

Systur

Okkar eigin skrúðganga


 Fallegt á Þingvöllum  - Gleðin skín úr litla andlitinu :-)
Stigið varlega til jarðar.

Nestistími!

 Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að hér væru á ferð prinsessur.

.Rigning allt í kring en sólin skein á okkur <3

 Heimsins mesta og girnilegasta nesti.


 Þessir litlu kroppar áttu yndislegan dag saman <3 


Mæli svo innilega að eiga svona fjölskyldudag þegar eitthvað er um að vera í borgum og bæjum. 

<3 Dúdda




Thursday, June 21, 2012

NaNa NaNa BúBú

Eitt af markmiðum ársins er náð! Að labba upp á fjall.
Við systur tókum okkur til og löbbuðum upp að systravörðum í gær. Ansi gott verð ég að segja :-)


Gat ekki stillt mig um að gera svona gif þegar ég fletti í gegnum myndirnar á myndavélinni.

Smá svona NaNa NaNa BúBú fílingur í þessu


Ég notaði gickr.com til að búa til svona skemmtilegt. Smellið ykkur nú þangað og go nuts! ;-)


<3 Dúdda

Wednesday, June 20, 2012

Vala

er litli kettlingurinn sem ég fékk í gær.



 Æj litla skinnið, það er ekkert grín að vera tekin frá mömmu sinni. 
Hún er búin að vera frekar aum en er farin að leika sér og hegða sér eins og kettlingar eiga að gera. 

Það verður samt gaman að sjá hvað gerist þegar litlurnar koma aftur eftir fríið sitt hjá ömmu og afa á Stokkseyri..



Hún gefur manni sko hlýtt í hjartað þegar hún læðist hér um gólfin <3


<3 Dúdda

Tuesday, June 19, 2012

Góð hugmynd!

Það er gott að eiga góða vinkonu með æðislegt hugmyndaflug. Algerlega henni að þakka að ég eigi þessa fínu mynd af elsku Erlu Maren <3


 Við fjölskyldan vorum svo heppin að fá að deila 17. júní með fallegri fjölskyldu á Þingvöllum. Evu Lind datt í hug að taka með blöðrur og borða. Gerir sumarlegar myndir enn betri :-) 

Verð bara að smella þessum myndum inn af undirbúningnum. Gleði, glens og gaman!




<3 Dúdda


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...