Nú er ég byrjuð að hekla eftir langt hlé. Ég hef ekki gripið í heklunál síðan næst síðasta árið mitt í fjölbrautarskóla, þá heklaði ég mér þetta líka fína sjal sem svo var stolið af mér FYRSTA DAGINN sem ég mætti með það í skólann! Bitra ég lagði þá heklunálinni...
En hvað er ég að hekla? Þetta munstur varð fyrst fyrir valinu:
Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast það hér: http://www.mypicot.com/crochet_patterns_mc1005.html
Á þessarri síðu er hægt að finna óhemju mikið af fallegu munstri :)
Það gengur nú samt ekki eins hratt og ég vildi að hekla þetta teppi því ég rakst á svo ótrúlega fallegt munstur. Þetta Hawai blóm er svo heillandi að ég er alltaf að stelast til að hekla eitt og eitt, sem bitnar á teppinu góða... En hver getur áfellst mig, sjáiði bara!
Blómin er að finna á þessari síðu:
http://sarahlondon.wordpress.com/2009/08/18/hawaiian-flowers/
og það er vægast sagt hægt að týna sér hjá henni Söru því hún býr til svo fallega hluti!
Friday, January 22, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comments:
<3
Ég elska að hekla :-)
Post a Comment