Monday, February 8, 2010

Lappað upp á stól

Þar sem Kristrún systir er að gera upp alveg ótrúlega flottan bekk ákvað ég að þrusa inn myndum af litla ræfilslega stólnum mínum sem ég reyndi að lappa upp á. Maggi vildi endilega hafa hann í stofunni en áklæðið var vægast sagt þreytt svo ég setti annað yfir. Helst langaði mig að pússa hann upp og mála líka en ég hafði ekki aðstæður fyrir það.

Svona var hann áður:
og svona er hann núna:

Kannski ekkert mikið skárri?


þarna var Tótimar minn jafn gamall og Freyja litla er núna, vá hvað tíminn líður hratt!

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...