Wednesday, February 10, 2010

Ný bók

Það er ekki í lagi með mig, ég þarf alltaf að prófa allt ;)

Ég keypti mér nýja bók um útsaum og útsaumshring í gær í Erlu. (Hringurinn kostaði bara einhvern 500 kall sem mér þótti ódýrt og bókin var á tæpar 3000 krónur)

Í bókinni er hægt að finna mörg skemmtileg spor og það eru mjög skiljanlegar útskýringar. Ég reyndar kunni alveg þó nokkuð af þessu áður en það er gott að sjá allar hugmyndirnar og fallegu munstrin.

Þetta er bókin The new crewel eftir Katherine Shaughnessy:

Hér er hægt að sjá svolítið af því sem verið er að sýna í bókinni:Ég er strax byrjuð að æfa mig, er bara að búa til einhvernvegin blóm með sporum úr bókinni... Set kannski inn mynd á morgun ef ég er í stuði.

Mig langar svolítið til að kaupa Doodle Stitching eftir Aimee Ray, ætli hún sé á Íslandi?
Annars er ég líka að vinna í skrýtnu barna-flísteppi, er búin með framhliðina á því en er að reyna að finna út hvernig ég ætla að gera bakhliðina. Ég get ekki sett inn mynd af því fyrr en ég er búin með það og búin að gefa réttum aðila :) (Drengurinn er reyndar orðinn eldri en eins árs, þetta átti að vera sængurgjöf... ohhh jæja...)

6 comments:

Anonymous said...

Þetta virðist vera mjög girnileg bók. Það kemur í mann einhver fiðringur við að sjá þessar myndir. Ég hef reyndar ekki saumað út síðan ég var unglingur, þó er aldrei að vita hverju maður tekur upp á í ellinni.

Freydís frænka.

Guðrún Lind on February 11, 2010 at 10:04 AM said...

Skemmtilegur útsaumur! Mér hafði eiginlega ekki dottið í hug að útsaumur væri eitthvað annað en myndir af einhverju gamaladags, allavegana ekki eitthvað svona ótrúlega grúví og flott!! Þú verður að taka þetta með í saumó næst ;) Mér finnst að við ættum alltaf að taka með hannyrðabækur og blöð sem við erum nýbúnar að kaupa okkur, kallast þetta ekki saumó? ;)

Osk on February 11, 2010 at 10:05 AM said...

Vá hvað þetta er töff! Þetta eru bara listaverk :)

María on February 12, 2010 at 1:21 PM said...

Vá, þetta lítur út fyrir að vera æðisleg bók. Hef aldrei verið mikið heilluð af útsaum fyrr en nú!! Vissi bara ekki að útsaumur gæti verið svona "hipp og kúl"

Árný Hekla on February 13, 2010 at 10:36 AM said...

Hehehe, já, þetta er "hipp og kúl" :)

sigurlaug elín said...

Þetta er ÆÐI. Ég saup alveg hveljur af því að skoða þetta... viltu koma með bókina einhverntíma á hitting og lofa mér að skoða?

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...