Sunday, March 7, 2010

Föndurbókaflóð...

Mikið væri gaman að geta keypt sér allt sem maður vildi, þá myndi ég til dæmis fá mér fullt af föndurbókum... :)
Um daginn fékk ég mér þessa hekl-bók í Föndurlist, hún er svo litskrúðug að það er ekki annað hægt en að brosa þegar maður les hana. Í henni eru 144 uppskriftir af dúllum! Bara dúlló :)
Þessi bók er sniðug fyrir fólk eins og mig sem vill alltaf vera að gera eitthvað nýtt... Mér finnst sniðugt að gera teppi samsett úr mismunandi dúllum, en með 3-4 litum, eitthvað í þessum dúr:
Svo datt ég þar inn í seinustu viku og þetta blað var óvart keypt... Heklaðir sokkar, I love it :)
Hér eru svo bækur sem mig dauðlangar í


Fléttu hér í gegnum The Creative Family

skoðaðu Handmade Home

Flétta Felt Wee Folk


Hér er svo hægt að skoða Manipulating Fabrics

3 comments:

Bjarney Inga on March 8, 2010 at 7:56 AM said...

Úff, I want to go to there!

María Kristín on March 8, 2010 at 9:50 PM said...

Ég held að þetta sé alveg stórhættuleg búð. Ég myndi örugglega eyða allt of miklum pening þarna inni.

Árný Hekla on March 8, 2010 at 11:58 PM said...

Uhh, bara svo þið séuð ekki að misskilja þá eru ekki allar þessar bækur til þar... Þetta eru bækur sem mig langar í en hef bara skoðað þær á netinu...

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...