Tuesday, March 16, 2010

Læra? *Nýtt*

*það virðist hafa verið smá misskilningur, en myndirnar af græna og bleika eru sko þær sem ég er að herma eftir... En ég setti mynd neðst af bláa sem ég er að gera *

Ohh, ég er svoooo að reyna að læra þessa dagana en þegar ég tek mér frímínútur vegna einbeitingarskorts þá hekla ég smá (að minnsta kosti þegar Freyja leyfir :)
Nú er ég loksins að gera e-ð fyrir mín börn, svona bangsa:Hann Súri er fyrir Tótimar, sonur minn er nefnilega svoooo fyndinn þessa dagana, hann er alltaf að setja upp fýlusvip og gera sér upp vont skap. Svo segir hann "ég er reiðinlegur" (þýðist; ég er leiðinlegur og reiður) hahahahaha

En hún Freyja mín er nú yfirleitt svo brosmild að hún fær eina Sæta þegar Súri er tilbúinn:


Svo fá þau sinn hvorn ísinn, ekki fer ég að mismuna börnunum:


Ef þið hafið áhuga þá er hægt að finna uppskriftina hér


ég setti hana í PDF skjal, en ég kann ekki að hlaða því inn...

Hér getið þið séð hvernig mér gengur :)

9 comments:

Tinna said...

vá vá vá hvað þetta er flott hjá þér Hekla!!! vildi svo innilega óska þess að ég kynni þetta :)

Lilja Ösp on March 16, 2010 at 10:57 PM said...

Váááá, gerðiru þessa bangsa ? Ekkert smá flottir !!!

Árný Hekla on March 17, 2010 at 12:19 AM said...

Æ nei... Ég er að reyna að gera EINS og þessa bangsa... *roðn*

Kristrún Helga(Dúdda) on March 17, 2010 at 8:43 AM said...

Vá. Þeir eru ekkert smá sætir! En hvernig ætlaru að hafa þá á litinn?

Árný Hekla on March 17, 2010 at 10:07 AM said...

Súri er blár, en soldið eins og yfirstrikunarpennar eru, og svo á ég bleikan í svipuðum stíl fyrir Sætu.
Ég set mynd á eftir hér inn í þetta sama blogg til að sýna þér :)

Anonymous said...

Geggjaður hjá þér Árný! Jii, hvað þetta er flott!! Oh, væri alveg til í að smella í svona í skella með skírnarpakka fyrir laugardaginn. Tekur langan tíma að gera þetta? Eitt kvöld? ;-S

kv.
Magga

Árný Hekla on March 17, 2010 at 12:58 PM said...

kannski svona tvö kvöld, ef vel gengur. Ég á svona augu ef þú vilt

Sóley said...

Ohhhhh.... mig langar að gera svona. Þá er bara að leggjast yfir enskuna ;)

Unknown on May 5, 2010 at 5:33 PM said...

I would like to post a picture of your finished bear in my photo gallery, and for some reason I can’t cut and paste the picture from your blog. If you could email me a picture to knottyamigurumi@gmail.com I would really appreciate it! Thanks so much!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...