Monday, April 12, 2010

Tilraunastarfsemi...

Það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið virk hérna á blogginu undanfarið og ég gæti týnt til ótal ástæður fyrir því, en ég nenni ekki að fara út í það ;)

Nýjasta verkefnið mitt er að gera peysu eftir þessari uppskrift, hér er mynd sem sýnir hvernig hún vonandi endar:
(er reyndar með allt aðra liti því peysan er ætluð fyrir Tótimar)
Þetta er í fyrsta sinn sem ég legg í að búa til heklaða flík, sjáum til hvernig fer...
Á Ravelry er hægt að sjá mismunandi útfærslur á þessari uppskrift

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...