Sunday, May 23, 2010

Góð helgi - sitt lítið af hverju

Helgin okkar er búin að vera alveg rosa góð. Náði fullt af fallegum myndum af Erlu Maren og Alla. Borða góðan mat... En það besta var að koma heim í kvöld og uppgötva að konan á neðri hæðinni var búin að slá garðinn. Vi
ð ætluðum að gera það á morgun svo það var mega næs. Við erum búin að slá, og raka 2 garða um helgina svo já...


Svo ég sló þessu upp í kæruleysi í kvöld og gerði tilraun til að búa til samfesting á Erlu, úr efni sem er með því fallegra sem ég hef séð ;-)
Ég er því frekar spennt að vera vakin af sólargeislanum í fyrramálið til þess að sjá hvernig tókst til.


Gerði þetta hárband um daginn. Erla var rosa sumarleg og sæt í gær með það á höfðinu :-) Og þetta er það fyrsta sem ég bý til sem hún lætur vera kjurt á höfðinu.. Gleði, gleði


Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.
 Fuglarnir sungu og lítil falleg hjón,  
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn, 
 ljúft við litla tjörn. 

Í sól og sumaryl, ég sat og horfði á,  
hreykna þrastamóður mata unga sína smá. 
Faðirinn stoltur, hann stóð þar sperrtur hjá,  
og fagurt söng svo fyllti hjartað frið. 
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,  
ljúft við litla tjörn. 

Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag,  
hve fagurt var þann dag. 

-Gylfi Ægisson

2 comments:

Eva Lind said...

Hún er bara svo laaang sætust!! Eins og mamman!! ;)

eva Lind said...

og hárbandið er svo flott! Ég elska allt fallegt á höfuð!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...