Wednesday, June 2, 2010

Afmæli bóndans

Hann Alli minn átti afmæli á mánudaginn. Ég áttaði mig ekki á því að ég væri ekki búin að kaupa gjöf fyrir hann fyrr en ég var komin á Tálknafjörð á föstudaginn. Vesen.. Þá voru góð ráð dýr. Því ég vissi að ég væri komin aftur heim til hans um miðnætti á sunnudag.

Þá fékk ég þessa prýðis góðu hugmynd, að fá pabba til að bora holu í stein sem ég fann niðrí fjöru síðast þegar ég var í heimsókn.

Og það gerði hann...

En svo kom brátt í ljós að það þyrfti annan karlmann til, því ég valdi sennilega harðasta grjótið í fjörunni...


Þetta var svo útkoman, var komin með þetta fína "umslag" undir ástarbréf sem ég skrifaði til kærastans ;-)

2 comments:

Sunna said...

Þetta var algjör snilldarhugmynd hjá þér Dúdda! Þeir eru alveg svakalega vígalegir við borunina:)

Árný Hekla on June 3, 2010 at 10:08 PM said...

ég myndi segja að góð ráð hafi ekki verið svo dýr hérna, heldur ódýr, og það er ennþá betra :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...