Ég datt inn um dyr í dag, hjá Himneskum Herskörum. Þar eru ótrúlega fallegar fígúrur á ferð :) Ef ég væri ekki í "fátæktar fæðingarorlofi" þá hefði eflaust ein þeirra komið með mér heim.
Hér er svo lóa frá Hafsteini (mynd héðan)
En Ragnar tálgaði ekki eingöngu út fólk, hann gerði til dæmis bátslíkön
Þessir kransar eru vægast sagt sjúklega flottir! Krúttleg hreindýr :)
Mér varð hugsað til útskornu fuglanna sem ég og Kristrún eigum. Ég á kríu, rjúpu og krumma eftir Hafþór Ragnar Þórhallsson á Hólmavík. Þetta er kannski ekki alveg besta myndin, en hér er fuglasafnið hennar Siggu "tengdó"í Djúpinu (sem er reyndar orðið ennþá stærra núna, þessi mynd er tekin fyrir 2 árum. Vá hvað tíminn líður fljótt...)
Mér varð hugsað til útskornu fuglanna sem ég og Kristrún eigum. Ég á kríu, rjúpu og krumma eftir Hafþór Ragnar Þórhallsson á Hólmavík. Þetta er kannski ekki alveg besta myndin, en hér er fuglasafnið hennar Siggu "tengdó"í Djúpinu (sem er reyndar orðið ennþá stærra núna, þessi mynd er tekin fyrir 2 árum. Vá hvað tíminn líður fljótt...)
Hér er svo lóa frá Hafsteini (mynd héðan)
Kristrún á svo fallega maríuerlu sem ég er nokkuð viss um að sé eftir Úlfar Sveinbjörnsson, en ég á nú ekki mynd af henni. Hér eru fuglar eftir Úlfar sem eru til sýnis á Bókasafni Árborgar (mynd af facebook síðu bókasafnsins)
Svo fór ég aðeins að "gúggla" og sá þar athyglisverðar styttur.
Hér er t.d. fjölskylda eftir Hrefnu Aradóttur
Flottur þessi í saltfiskverkuninni :)
Svo eru fleiri sem finna má á Safnasafninu á Svalbarðsströnd (Akureyri) en þar er íslenskri alþýðulist gert hátt undir höfði :)
Útskurður eftir Björn Guðmundsson
Tréstyttur eftir Helga Björnsson
og fígúrur eftir Ragnar Hermannsson
En Ragnar tálgaði ekki eingöngu út fólk, hann gerði til dæmis bátslíkön
Ef þið vitið um fleiri skemmtilega útsskurðssnillinga þá endilega látið mig vita :)
4 comments:
En fyndið, Dúdda - ég tók ekki eftir því fyrr en seinna að maríuerlan þín er á efstu myndinni í blogginu á undan þessu! Skondið!
Ó! En æðislegur póstur! En já Maríuerlan okkar Erlu er eftir Úlla. Mér finnst hún svoooo falleg!!
Mér finnst fígúrurnar frá Himneskum herskörum æði.
Vá, þetta er æðislegur pistill! Nú langar mig ekki bara í allar þessar styttur, heldur líka að kasta frá mér saumunum og ná í spýtu og sporjárn :)
Vá hvað þetta er flott! Gaurinn í lopapeysunni sem er örugglega með nesti og nýja skó er ekkert smá sætur.
Post a Comment