Tuesday, June 8, 2010

Hugmyndir og fleira krúttlegt.

Árný systir var hjá mér um helgina. Og við ætluðum aldeilis að föndra... Það fór hinsvegar ekki þannig. Það eina sem var föndrað voru hugmyndir. Nú þarf svo bara að koma þeim í framkvæmd! 

Þetta var það eina sem ég gerði. Fannst vanta e-ð á vegginn þegar maður kemur upp stigann.

Skemmileg tilvitnun sem við rákumst á á tilvitnun.is. Okkur þótti svolítið spes að ekki er vísað þar í hvaðan þetta kemur, svona í ljósi titilsins á síðunni.. But here goes;-)

Fór á svoldið skemmtilegan fyrirlestur um daginn þar sem velt var fram þeirri pælingu að það væri ekki hægt að eiga hugmyndir. Hugmyndirnar ættu sig sjálfar og lifðu sjálfstæðu lífi. Ef maður fær hugmynd og gerir ekkert við hana er bara tímaspursmál þangað til hún gefst upp á manni og hún fer til einhvers annars þar sem hún lendir í framkvæmd ef hún er heppin. Sá hinn sami fær þannig allt credit fyrir hana og enginn muna trúa því að þú hafir átt þessa hugmynd einhverntíman. Þannig að ef þér þykir vænt um hugmyndina þína og vilt ekki að hún yfirgefi þig, sinntu henni þá.












1 comments:

Anonymous said...

ótrúlega fallegur veggur:)og sniðugt skraut:)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...