Friday, November 26, 2010

Glöð

Já, það er gott að vera glöð. Það er búið að hanga yfir mér lítið og leiðinlegt skuggaský í nokkurn tíma þar sem mér finnst allt svo ómögulegt og erfitt en nú er ég að skríða undan því. Eitt af því sem gleður mig mikið í dag er að sjá myndir af heklfígúrunni minni frá öðrum en mér! Það eru nú þegar þrjár búnar að hekla hana og ég veit að það eru að minnsta kosti þrjár aðrar að búa hana til líka!
Þær virðast almennt mjög ánægðar með uppskriftina og núna er hún ókeypis á Ravelry ef einhver hefur áhuga :)

Green Best Bud frá Knitpanda
Best Buddy frá Ropetrix
Svo er hérna ein mynd frá mér. Það er svo gaman að sjá hvað hægt er að gera margar mismunandi útgáfur :)

Vonandi eruð þið glöð líka!

2 comments:

jun (knitpanda) on November 26, 2010 at 7:04 PM said...

Yes, I'm very happy to be able to make my green buddy:) Thank you for letting me test this.

Begga on November 27, 2010 at 2:05 PM said...

oh hann er líka fáránlega kjút :):):)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...