Friday, November 5, 2010

Gull og gersemar

Ég hef undanfarið verið svo heppin. Búin að finna 3 alveg æðislega hjóla á Erlu Maren á nytjamörkuðum.

Þessi rauði er sá nýjasti. Ég sko alveg Elska hann! Hann er í raun of lítill á hana sem kjóll en hún getur vel notað hann sem svona bola-kjól í einhvern tíma.

Svo mikið rauður. Elska alveg útsaumuðu blómin, tölurnar og "ermarnar"

Þessi græni er líka eitthvað svo fallegur. Elska kragann og blúndurnar :-)

Hún kann þetta litla daman í fína kjólnum sínum..


Svo er þessi brúni heimasaumaður, ekkert rosalega vel saumaður en svo einfaldur og æðislegur í sniðinu. Ég á bókað mál eftir að sauma eftir þessu sniði þegar ég hef saumavél sem virkar almennilega..
En svo ætla ég líka að skella hér loksins inn myndum af heimagerðu afmælisgjöfunum hennar Erlu en Árný heklaði fyrir hana þessa tösku sem hún sést með á myndinni fyrir ofan sem má svo breyta í vöggu. Ekkert smá falleg! Og sniðug. Erla Maren er rosa dugleg að leika sér með hana :-)
Svo prjónaði langamma hennar, hún Erla þennan fallega kjól á hana. 


Og já, það er sko ekkert grín að reyna að ná myndum af barninu þessa dagana. Haha, hún er útum allt! :-)


0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...