Monday, January 31, 2011

Risaeðlur

Ég er eiginlega svolítill lúði, en það er örugglega bara voða gott.

Á Ravelry eru allskonar hópar sem hægt er að skrá sig í og spjalla um hitt og þetta en mér finnst svokallaðir "Swap" hópar voða skemmtilegir. Það virkar þannig að ef kona er í ákveðnum hóp þá getur hún skráð sig þar í að taka þátt um það bil mánaðarlega en þarf ekki að taka þátt í hvert sinn. Ég hef  tekið þátt annaðslagið, en bara í grúppum sem ekki er verið að eyða einhverjum svaka upphæðum og auðvitað er það eitthvað amigurumi tengt ;) Nær alltaf er eitthvað þema og búin er til fígúra sem passar við það og svo eru ýmsir smáhlutir látnir fylgja. Þá er um að gera að reyna að njósna svolítið um þann sem þú átt að senda til og reyna að finna eitthvað sem hana langar voða mikið í eða á vel við.

Hér eru myndir af því sem ég fékk í fyrsta "swap-inu" en þá var risaeðluþema. (en mér tókst að gleyma að taka mynd af því sem ég sendi...)

Ofurkrúttlegur eðluungi

og marglit risaeðla

þessu fylgdi ýmislegt smálegt sem fleiri í fjölskyldunni voru hrifnir af eins og sést hér... hægt er að skoða fleiri myndir hjá mér á Ravelry

Þetta var í grúppu sem heitir 10$ amigurumis og þar má andvirði þess sem pakkinn inniheldur vera 10 dollarar virði (margir hópar eyða mun meira í þessa pakka sína)

1 comments:

Kristrún Helga(Dúdda) on January 31, 2011 at 3:03 PM said...

Skemmtilegt :-)

Lífgar örugglega uppá daginn að fá svona litríkan og spennandi pakka :-)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...