Saturday, April 23, 2011

Litla ljósið og teppið hennar :-)

Ég eignaðist þessa yndislegu stelpu þann 20. apríl. En ég gekk 10 daga framyfir og það þurfti gangsetningu til að fá hana til að koma út. Hún hafði það líka greinilega agalega gott í móðurkviði en hún var tæpar 19 merkur og 57,5 cm löng! :-)

Mig langar til þess að sýna ykkur teppið sem ég prjónaði fyrir hana. En þetta er bara garðaprjón og ég notaði kambgarn í það..

Hugmyndina fékk ég hér. Ég notaði prjóna nr 3,5 og fytjaði upp á ca 120 lykkjur. Það fóru um 6 dokkur í það.
Henni þykir sko ekkert slæmt að kúra með það.. :-)


12 comments:

Sigrún Hafsteinsdóttir on April 23, 2011 at 3:26 PM said...

Æj hvað hún er sæt.. og teppið æði, flottir litir :)

María Kristín said...

Innilega til hamingju með litla ljósið ykkar. Hún er alveg yndisleg, og heppin að eiga svona handlagna mömmu.

Árný Hekla on April 23, 2011 at 4:34 PM said...

Ji Dúdda mía hvað hún er falleg! Sver sig alveg í ættina ;)

Og teppið er glæsilegt, frábærir litir :)

Gudny Brá on April 23, 2011 at 9:40 PM said...

Innilega til hamingju! Ofboðslega sæt stelpa og teppið hennar líka rosalega fínt. :)

allturengu on April 23, 2011 at 10:22 PM said...

Þó mér finnsit teppið ofboðslega fallegt kemur það sko ekki með tærnar þar sem litla daman hefur hælana í fallegheitum. Bara yndisleg :)
kv
Magga

Guðrún Lind on April 24, 2011 at 10:59 PM said...

Innilega til hamingju með prinsessuna, yndisleg! Og flott teppið henner, fer henni vel :)

sandra dögg said...

innilega til hamingju

Hanna Siv on April 25, 2011 at 9:56 PM said...

Teppið er mjög flott en stelpan er bara til að bræða mann ;) Yndislega falleg! :)

Sigurlaug Elín on April 25, 2011 at 10:20 PM said...

Innilega til hamingju, mikið óskaplega er hún falleg! Yndisleg alveg hreint. Og engin smásmíði :)

Teppið er rosalega flott hjá þér, gerðirðu eftir uppskrift eða bara uppúr þér? Mig langar að gera svona...

Kristrún Helga on April 26, 2011 at 1:20 PM said...

Takk stelpur :-)!

En Sigurlaug. Ég bætti við f. ofan hvaðan hugmyndin kom og hvernig ég gerði ;-) Ætlaði að gera það um daginn en hefur tekist að klúðra því ;-)

Jórunn - Finnu og Hafsteinsdóttir said...

Innilega til hamingju með "litlu" dömuna ;o) Yndisleg!

Teppið er ofsalega flott og fallegir litir. Þarf ekki alltaf að vera flókinn prjónaskapur til að fá út fallegan hlut.

Ps. þetta er æðisleg síða hjá ykkur systrunum ;o)

dóra ha on April 27, 2011 at 7:06 PM said...

Til hamingju með litla fína engilinn! Hún er alveg obbolega falleg svona sofandi með þetta fína teppi. Knúúús á ykkur!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...