Friday, April 1, 2011

Project restyle - vika 13 - Innblásturstafla

Svona var spegillinn sem ég keypti í góða hirðinum...


Ég fjarlægði brotna spegilinn, Grunnaði ramman og spreyjaði svo nokkrar umferðir. Málaði svo með segulálningu á plötuna, Magga vinkona hjálpaði mér reyndar með það ;-)
Klæddi svo plötuna með efni og festi hana loks í ramman sem var þá orðinn svona fagurgulur

Útkoman er þessi segul- innblásturstafla, næst á dagskrá er svo að safna fínum myndum og líka að föndra sniðugt seglaskraut :-)




Hér er svo það sem mér þótti flottast þessa vikuna.

Segultafla. Búin til úr bakka - svipuð pæling og hjá mér bara minni og pottþétt ekki eins mikið vesen.. ;-)


2 comments:

Anonymous said...

Sniðugt:)

Árný Hekla on April 3, 2011 at 10:28 PM said...

Þetta er rosa fínt :)
Virkar þessi málning vel?

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...