Sunday, June 5, 2011

Ofur-fínar dúkkur :)

Mér finnst dúkkurnar í næstsíðasta póst hjá Dúddu svo fínar. Ég er meira að segja að hugsa um að kaupa sniðið að þeim. Það er svolítið síðan ég rakst á þær í gegnum síðuna hjá Beth (sem ég hef oft bloggað um). Hún er yfirleitt að búa til eitthvað sem hún finnur upp á sjálf en þessar dúkkur eru gerðar eftir sniði frá Ginger Melon Dolls.

Beth er búin að sauma nokkrar svona dúkkuren hún er líka búin að gera margt fleira fyrir dúkkurnar og yfirleitt eru leiðbeiningar frá henni um það hvernig hægt sé að gera eins eða þá að hún bendir á hvar hún hafi fengið snið og leiðbeiningar frá öðrum.

Hér er dúkkuhús (leiðbeiningar á Flickr síðunni hennar)


Húsgögn (leiðbeiningar á Flickr síðunni hennar)


Kisur og bangsa
(kisurnar gerðar eftir sniði héðan, bangsarnir úr bók)Útsaumaðar myndir af dúkkunum til að hengja upp í dúkkuhúsinu (leiðbeiningar)


Ég á svo eftir að gera eitthvað í þessum dúr fyrir krakkana mína í náinni framtíð :)

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...