Monday, July 25, 2011

Hrískaka

Þegar Danni var með bakaríið á Patró keypti mamma stundum eitthvað sætt og gott fyrir okkur systkinin. Sjálf keypti mamma sér alltaf hrísköku og náði að spara hana í nokkra daga (einn biti á dag!) Ég ákvað um daginn að prufa að gera svona "hrísköku" sem sló heldur betur í gegn hjá öllum á heimilinu!

Ég byrjaði á að gera sjónvarpskökubotn og skipti honum í tvö form:

300 gr. sykur
4 egg
1 tsk vanillusykur
250 gr. hveiti
2 tsk lyftiduft
2 dl. mjólk
50 gr. smjörlíki

Hræri sykur og egg saman, bæti svo við þurrefnum og hræri smá. Bræði smjörlíkið og set það ofan í mjólkina og hræri samanvið.


Sneri svo kökunni á hvolf og hellti rice crispies ofaná!

Bjó svo til karmellu, ég gerði reyndar tvöfalda, svo miklir sælkerar sem búa hérna;)

2 dl rjómi
20 gr sykur
2 msk síróp

Soðið saman við lágan hita þar til það þykknar.



Bæti við:



50 gr. smjöri
1 tsk. vanilludropum



Passa að hún brenni alls ekki við!



Var orðin dáááálítið þreytt á karmellunni, hefði átt að gera í 2 hollum, hefði eflaust verið sneggri að því.




Svo hellti ég karmellunni yfir rice crispies-ið, en það er líka alveg hægt að setja rice crispies-ið ofaní karmelluna, blanda vel saman og setja á kökubotninn.





Þá var bara eftir að bræða suðusúkkulaði í vatnsbaði (við mæðgur setjum reyndar alltaf 2 dropa af matarolíu ofaní eins og Dóra á Felli gerir alltaf, en það mýkir súkkulaðið)


Þá var kakan tilbúin!:) Hrískakan var svo miklu betri daginn eftir, mhmm!






Verði ykkur að góðu:)!

6 comments:

Unknown on July 26, 2011 at 10:40 AM said...
This comment has been removed by the author.
Unknown on July 26, 2011 at 10:42 AM said...

Sæl, ég geri einmitt svona hrísköku. mín uppskrift er svona...

http://birnumatur.blogspot.com/2011/05/hriskaka-mkaramellu.html

Anonymous said...

Það var einmitt Sædís sem lét mig vilja baka svona köku, sagðist hafa fengið hana í afmæli hjá þér svo ég fór að milljón, ekkert smá góð:)! Á pottþétt eftir að baka fleiri, þetta er bara dálítið mikið mál hehe:P Karmellan tók svo langan tíma!

Bergþóra said...

Ekkert smá girnó kaka ;)
Verð að prófa þetta við tækifæri

Kristrún Helga(Dúdda) on July 26, 2011 at 4:07 PM said...

Girnilegt systir kær! :-)

María Kristín on July 27, 2011 at 9:42 PM said...

Þessi fer pottþétt á 'to-bake' listann hjá mér. Ekkert smá girnileg!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...