Thursday, August 4, 2011

Allt fyrir ástina

Um helgina er Sumar á Selfossi og við búum í rauða hverfinu. Fönduróða konan ég, sleppir ekki svona tækifæri! Enn sem komið er erum við eina húsið sem er skreytt í götunni en ég vona að fólk smitist aðeins af því að sjá hjá okkur ;-) Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. 
Það sem ég er spenntust fyrir er að kíkja á popup markaðinn sem verður í pakkhúsinu :-)
Ég held áfram með skilaboðin - Allt fyrir ástina! 
Barnamauks krukkurnar mættar á svæðið enn á ný, nú með rauðri akrílmálningu inní. Ofaní þeim eru svo kerti sem verður vonandi hægt að kveikja í á kvöldin


Hjörtu þrædd uppá föndurvír og fest í trén 



Svo við hjónin erum ansi rauð í dag, því hann Arilíus minn var að enda við að fá rauðaspjaldið í fótboltanum ;-) 

2 comments:

Anna Sigga on August 4, 2011 at 10:00 PM said...

Ofsalega er þetta krúttlegt hjá þér/ykkur Alla. Það verður greinilega þess virði að kíkja á SáS þótt ekki væri nema til að kíkja skreytinguna með eigin augum.

Kveðja,
Anna Sigga (hans Gunnars tvíbura)

Btw, æði margt flott og skemmtilegt á síðunni hjá ykkur systrum.

Anonymous said...

Æði!! Þetta ætti að vera uppi allt árið!:)

Ég og Ingó erum annars á milljón að skoða hugmyndir fyrir nýja kotið okkar, niiiiiiiiiiiice!!!

Kv. litla systir

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...