Tuesday, October 18, 2011

Afmælis

Við fjölskyldan fórum í sameiginlega afmælis- og nafnaveislu hjá æðislegum systkinum um helgina.

Ég föndraði smá fyrir stóra skólastrákinn og svo þurfti auðvitað að föndra aðeins við pakkana.

Pappírinn er úr Europris og er þar núna alveg rosalega ódýr! Svo smellti ég smá límbandi með lími báðum megin og klippti svo skemmtileg form úr litríku kartoni til að skreyta með.


Þessi askja er gerð úr skrapppappír. Ég notaði gamla öskju sem mamma átti en ætlaði að henda. Tók hana bara í sundur og strikaði eftir á skrappappírinn. Klippti svo og límdi og bætti við borðum. Ansi sæt! :-)
Ofan í hana voru svo settir glærir steinar sem ég límdi pappír sem ég hafði skrifað stafi á.


Ein trana líka fyrir lukkuna..

Stóra mín spennt fyrir afmælinu :-)




3 comments:

Eva said...

Yndislegustu gjafir í geimi!

Anonymous said...

glæru stafaperlurnar finnst mér æðislegar!
Kolbrún

Anonymous said...

Geggjaðir pakkarnir og stafaperlurnar eru ÆÐI!! :o)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...