Monday, October 10, 2011

Virgin mojito

Fátt jafn gott og góður mojito! + sweet old nachos!

Síðasta föstudag fórum við Árný til Dúddu í örlítið sleepover á Selfoss, enda er stúlkan að flytja vestur eftir aðeins nokkra daga! Við áttum ótrúlega ljúfa stundir þar og borðuðum/drukkum á okkur gat!
Ég veit ekki hvort það á við einhverja aðra sem drekka ekki en þá er ég allavega þannig að ég hugsa ótrúlega mikið um mat - bara í staðinn sko;) Þannig að þegar ég og Dúdda erum undir sama þaki þá er extra mikið til af óhollustu og gotteríi!
Í sumar kynntist ég virgin mojito and there is no turning back. Þegar ég býð einhverjum heim að þá er oft mojito á boðstólnum. Þetta virkaði mikið mál fyrst og maður var smá tíma að útbúa hvern drykk, en núna tekur þetta enga stund. Sumir eru örlitlir "mojitosnobb" og allt þarf að vera gert perfectly, en hjá mér - noooot so much!
Hráefnið:
Lime
Myntulauf
Sprite
Hrássykur
Klakar


Ég nota annaðhvort skál eða stórt plastglas (ath. ekki vera með viðkvæman hlut!). Sker ca. 1/4 af lime í báta, ríf niður slatta af myntublöðum og set örlítið sprite út í til að bleyta smá í. Nota svo einhvern hlut til að pressa þetta saman. Miss unprofessional hérna hefur notað buffhamar, ísskeið og jafnvel litla ausur í þetta! Maður gerir bara það sem þarf að gera takk fyrir! Þegar lime-ið er orðið vel klesst set ég ca. 2 tsk. af hrásykri og hræri það vel saman við og brýt sykurinn þannig niður. Svo set ég allt saman í glas (og ekki skemmir ef það sé fallegt iittalaglasi), fylli með klökum (best að nota vel mulda klaka, svipað eins og á Subway!) og bæti svo sprite útí!
Best að vera með rör og muna svo að vera dugleg að hræra í, því stundum sest sykurinn á botninn:)
Fyrir sælkera eins og sjálfa mig að þá set ég eeen meira af sykri, nammnamm!
Jæja systir kær.. nú getur þú ásamt fleirum sem voru svo óheppnir að kunna ekki að búa til mojito gert það;)


1 comments:

Kristrún Helga(Dúdda) on October 11, 2011 at 7:51 PM said...

Aaaalltof gott litla mín :-)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...