Friday, November 25, 2011

Pakki frá Ástralíu

Það er ekkert lítið sem það bætir daginn að fá eitt stykki pakka frá Ástralíu!

Systur mínar voru svo yndislegar að panta þessa mynd alla leið þaðan og láta senda mér :-) Hún er bjútífúl!
Textinn með myndinni er svona: She packed her bags and walked a thousand miles from home to cities new. But always, in the back of her mind, were the trees that lost their leaves in winter, the cries of the larks in summer and the orange shingles on the house where she grew up. 

Passar ansi vel við lífið núna.  Svo er húsið í sömu litum og húsið sem ég ólst upp í og bý núna aftur í með minni fjölskyldu :-) 

Svo fylgdi þetta krúttaða kort með líka :-)


Annars er ég að missa mig í föndrinu! Er á fullu að reyna að hafa til dót sem ég ætla að reyna að selja á jólabasar hér á Tálknafirði á morgun. Svo bráðum hrúgast inn myndir af því öllu. 

Við höldum svo áfram að setja inn meiri innblástur því það styttist aldeilis í jólin, fyrsti í aðventu á Sunnudag :-) Ég held ég sé búin að ákveða hvernig kransinn minn verður, en það gæti líka átt eftir að breytast nokkrum sinnum áður en það kemur að því að útbúa hann ;-) Ætlið þið að búa til krans? Mættuð endilega senda okkur myndir á systraseidur@yahoo.com. Við gætum þá sýnt hann hér á síðunni :-)

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...