Mmmmm. Bakaði þessar í vikunni og verð sennilega að gera meira í dag! Ég tók bara venjulega bollu-uppskrift og skipti svolitlu af hveitinu út fyrir haframjöl og múslí. Svo bætti ég líka við rúsínum.
Alveg ótrúlega gott með smjöri, osti og rauðu pestói. Mæli svo innilega með þessu!
Uppskriftin:
300gr hveiti
100gr haframjöl
50gr granóla múslí
3tsk ger
1tsk sykur
1tsk salt
2msk olía
2 1/2 dl volg mjólk
1 1/2 dl volgt vatn
Bætti svo við góðri lúku af rúsínum
Verði ykkur að góðu! :-)
3 comments:
Mmmm mikið eru þetta girnilegar bollur... ég ætla að prófa þessa uppskrift strax á morgun!
Bestu kveðjur... dyggur lesandi :)
ummm hljómar of vel!! Get ekki beðið eftir að hitta ykkur næstu helgi!!!!!
slurp slurp slurp geggjað góðar á þessu heimili er búið að panta þær aftur næstu helgi og öllum fjölskyldumeðlimum þóttu þær jafn góðar ;)
Post a Comment