Friday, January 13, 2012

Nýjar bækur :)

Jahúúú! Í dag fékk ég pakka, jólapakka frá Ragga bróður. Þó hann væri svolítið seinn á ferðinni þá var það eiginlega bara til þess að framlengja jólin hjá mér :)

Í þessum pakka leyndust tvær bækur, Wee wonderfuls og Fleecie dolls, sem báðar voru á óskalistanum mínum á Amazon. Í þeim eru allskonar snið og leiðbeiningar að fallegum dúkkum og fígúrum sem ég verð að prófa að sauma!

Wee Wonderfuls - 24 dolls to sew and love  er alveg æðisleg og stútfull af krúttlegheitum




Hin bókin heitir Fleecie dolls 15 adorable toys for children of all ages
Í henni eru margar skemmtilegar og einfaldar hugmyndir en mér gekk ekki vel að finna myndir úr henni svo forsíðan verður að duga...

Takk fyrir mig elsku Raggi bróðir og hey! Til hamingju með afmælið!!!!!!!!!!!!!!!!! :)

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þú átt góðann bróður. Ég væri sko alveg til í þessar bækur.
Kv. María

Bjarney Inga on January 14, 2012 at 12:48 PM said...

Ég segi bara gott hjá brósa að nota amazon óskalistann! Hlakka til að sjá nýju dúkkurnar.

María Kristín said...

Bjútífúl bækur. Sniðugur bróðir sem þú átt.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...