Það er ekki hægt að segja að okkur fjölskyldunni leiðist hér á Tálknafirði. Hér eru myndir frá helginni sem var að líða.
Sólin sést ekki en kertin lýsa upp dagana
Það gerir þessi líka með sinni endalausu gleði og hamingju
Hér er kroppur fullur af kærleika!
Sem hlýtur að útskýra hversvegna hún er alltaf svöng!
Á sunnudögum bökum við oftast vöfflur með AB mjólk í staðinn fyrir mjólk. Af því að Eva vinkona bakar bestu vöfflurnar og hún notar hana.
3ja ára stelpuskotti finnst fátt betra en að fá að sleikja rjómann af þeytaranum.
En er samt alveg til í að deila með sér. Lillan var þó ekkert á því að skila góðgætinu!
Mmmmm!
Vonandi var ykkar helgi líka svona góð!
0 comments:
Post a Comment