Monday, July 2, 2012

Uppáhaldsbækurnar okkar

Við hér í Ólátagarði endum alla daga á því að lesa saman. Nánast án undantekninga er það besti tími dagsins. Þetta er eitthvað sem ég og Erla Maren fórum að gera þegar hún var nokkura mánaða og svo þegar Ragna Evey fæddist var hún nánast strax tekin inn í litla leshópinn okkar ;-) ÞAð er alveg magnað hvað hún hefur haft mikla þolinmæði fyrir því að liggja og hlusta, jafnvel þó við séum að lesa langar bækur og oft margar.

Hér er litla bókasafnið okkar sem við höfum komið fyrir í litlu Dúkkuhúsi, en við höfum það inní stofu hjá okkur.


Mig langaði í kvöld að sýna ykkur uppáhalds bækurnar okkar þessa stundina.


Þessi er alltaf jafn skemmtileg.

Ef þið hafið séð setninguna: Ég elska þig alla leið til tunglsins og aftur til baka, þá er hún úr þessari bók. Alveg dásamleg!

Nýjasta bókin - Og Erla syngur Dimmalimmalimmmma limmm.

Uppáhaldið hennar Rögnu, með svo fallegum og litríkum myndum.


Dásamlegar go skemmtilegar vísur.


Hvað eru uppáhaldsbækurnar ykkar?

2 comments:

Anonymous said...

Skemmtilega síða sem er orðin fastur punktur á bloggrúntinum mínum :)
Ég þarf greinilega að fara skella mér á bókasafnið með mínum pjökkum og skoða uppáhaldsbækurnar ykkar :)
Hér er "5 mínútna friður" og Bóbó bangsi alltaf vinsæll :)
Annars eru mínir pjakkar held ég á svipuðum aldri og dömurnar þínar (okt 08 og feb 11) og sá litli hefur aldrei haft neina þolinmæði í lestur - svona eru þau misjöfn :)
Bestur kveðjur frá Seyðis,
Halla

Rósir og rjómi on July 3, 2012 at 9:27 PM said...

Þetta bókahilluhús er svoooo sætt! Ég byrjaði einmitt með minn snúð bara nokkurra mánaða og honum finnst svo notalegt þegar við setjumst niður og lesum saman. Stelpurnar þínar eru heppnar að það sé lesið svona mikið fyrir þær, ýkjulaust ein besta gjöf sem þú getur gefið þeim fyrir framtíðina :-)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...