Ohh, mikið langar mig eitthvað í sumar þessa dagana. Ég er ekki vön að kvarta mikið yfir veðrinu en ég geri það núna því ég er hundslöpp og vil fara að sjá sólina + ég sakna þess að vera á Tálknafirði! Seinasta sumar vorum við familían fyrir vestan í nærri heilan mánuð og það var æðislegt. Líklegast endurtökum við það í sumar og verðum jafnvel lengur þar sem ég er ekkert á leiðinni í vinnu strax, enda Freyja Sigga mín ennþá pínupons.
Garðurinn minn á Tálknó verður líklega mikið notaður og ætli ég reyni ekki að föndra eitthvað skemmtilegt til að hafa þar. Ég er búin að búa til krúttlegt borð úr gömlu birkitré sem er við það að syngja sitt síðasta. Fyrst ætlaði ég að saga það þannig að einungis stubbarnir væru eftir en ákvað á síðustu stundu að leyfa einum stofninum að vera. Þar er jafnvel hægt að hengja luktir í greinarnar þegar það fer að rökkva.
Maggi duglegi búinn að mála húsið og vann sér inn góðan sopa fyrir vikið :)
Hálfklárað borð, ég er nefnilega að hugsa um að mála hvíta bletti ofaná það til að það sé eins og Bersekjasveppur... Soldið hallærislegt, but i love it!
Blómadýrðin er mikil í garðinum eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, en ég get ekki að því gert að mig langar til að búa til risastór blóm eins og þessi hér fyrir neðan sem Michelle Stitzlen hefur búið til
Eru þau ekki æðisleg??
Blómadýrðin er mikil í garðinum eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, en ég get ekki að því gert að mig langar til að búa til risastór blóm eins og þessi hér fyrir neðan sem Michelle Stitzlen hefur búið til
Eru þau ekki æðisleg??
Svo væri gott að hafa tjald í þessum dúr til að skýla litlu krílunum mínum fyrir sólskininu sem mun baða fólkið í firðinum:
Það er nú ekkert svo langt til sumars, er það nokkuð..?
1 comments:
Það er að koma loksins! Styttist allavega í það...
En blómin ekkert smá sæt, hlakka til að sjá hvernig þú gerir þau ;-)
Tjaldið líka skemmtilegt :-)
Post a Comment