Tótimar og Kátur
Fyrir þó nokkuð löngu síðan kom Kátur í heimsókn til Tótimars í Stúfholtið. Þá kumpánana langaði til að gera eitthvað spennandi saman svo þeir fóru í rauðu geimflaugina hans Tótimars og þutu út í geimi. Tótimar vissi alveg hvert hann ætlaði að fara með Kát, en það var til TUNGLSINS! Enda hefur hann gríðarlegan áhuga á því þessa dagana og hann langaði til að skoða það betur.
Þessi ferð tók langan tíma því það er svo rooooosalega langt til tunglsins, og þess vegna var Kátur aðeins of lengi í heimsókn hjá Tótimar en vonandi kom það ekki að sök.
Þegar Tótimar og Kátur voru komnir heim sögðu þeir Freyju Siggu, litlu systur, frá ævintýraferð sinni og lofuðu henni því að hún fengi að koma með í næstu ferð.
Svo er sagan lesin fyrir öll börnin á deildinni. Tótimar var mjög montinn þegar hann fór á leikskólann með bókina í morgun :)
3 comments:
Skemmtilegt! :-)
Þau eru líka svo mikil krútt, bæði 2 :-)
Algjörar dúllur
Sniðugt að búa til svona skemmtilega sögu :)
Og jeij jeij, ég get kommentað!!!
Post a Comment