Friday, January 29, 2010

Tótimar fer til tunglsins

Á leikskólanum hans Tótimars skiptast börnin á um að fara heim með hundinn Kát (bangsa, ekki lifandi hund...) og síðan skrifa foreldrarnir um heimsóknina í þar til gerða bók sem fylgir Kát hvert sem hann fer. Þegar komið var að Tótimar að fá Kát í heimsókn langaði Magga til að föndra svo lítið við söguna og endaði hún svona:

Tótimar og Kátur

Fyrir þó nokkuð löngu síðan kom Kátur í heimsókn til Tótimars í Stúfholtið. Þá kumpánana langaði til að gera eitthvað spennandi saman svo þeir fóru í rauðu geimflaugina hans Tótimars og þutu út í geimi. Tótimar vissi alveg hvert hann ætlaði að fara með Kát, en það var til TUNGLSINS! Enda hefur hann gríðarlegan áhuga á því þessa dagana og hann langaði til að skoða það betur.
Þegar þeir voru lentir á tunglinu skelltu þeir sér út í gönguferð og hittu Tinna, Kolbein kaftein og Tobba sem þar voru í tunglgöngu. En Tótimar og Kátur höfðu gleymt geimbúningunum sínum heima og varð fljótt ískalt. Tótimar knúsaði Kát til að hlýja honum og svo flýttu þeir sér aftur í geimflaugina og flugu heim.
Þessi ferð tók langan tíma því það er svo rooooosalega langt til tunglsins, og þess vegna var Kátur aðeins of lengi í heimsókn hjá Tótimar en vonandi kom það ekki að sök.
Þegar Tótimar og Kátur voru komnir heim sögðu þeir Freyju Siggu, litlu systur, frá ævintýraferð sinni og lofuðu henni því að hún fengi að koma með í næstu ferð.


Svo er sagan lesin fyrir öll börnin á deildinni. Tótimar var mjög montinn þegar hann fór á leikskólann með bókina í morgun :)


3 comments:

Kristrún Helga on January 30, 2010 at 11:29 AM said...

Skemmtilegt! :-)

Þau eru líka svo mikil krútt, bæði 2 :-)

Anonymous said...

Algjörar dúllur

Guðrún Lind on January 31, 2010 at 10:07 PM said...

Sniðugt að búa til svona skemmtilega sögu :)
Og jeij jeij, ég get kommentað!!!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...