Saturday, February 13, 2010

Bókahillur

Þegar ég flyt loksins í nýju íbúðina mína langar mig svo að hafa leikkrók í stofunni. Börnin eru hvort sem er alltaf að koma með megnið af dótinu sínu fram því að þeim finnst oft svo gott að leika sér innan um fólkið sitt

Við munum pottþétt hafa bókahillur þar sem bækurnar snúa fram, það er bæði skemmtilegt fyrir börnin og svo er það líka bara mjög flott :)

Ég vildi stundum að Pottery Barn væri hér á Íslandi... :


Þessi er mjög "smart":


Þessi er mjög einföld og flott, en mér finnst hún nú heldur dýr...


Það er hægt að fá hillur í þessum dúr í IKEA (ég held þær heiti myndarammahillur):

Lítill og krúttlegur:
Börnin geta nú ekki alveg bjargað sér sjálf með að ná í bækurnar í þessari... En kannski er sniðugt að hafa viðkvæmari bækur og þessháttar aðeins ofar? :

Þessi er einföld og heimatilbúin:


Martha kellingin er alltaf að kenna okkur eitthvað sniðugt:


Þetta eru ÞAKRENNUR:
Hér er Billy bókahillu breytt aðeins:


Ég hugsa að ég setji uppmyndarammahillurnar úr IKEA, þær eru ódýrar og einfaldar. En hver veit, kannski skipti ég um skoðun nokkrum sinnum áður en ég flyt ;)

8 comments:

Guðrún Lind on February 13, 2010 at 10:39 AM said...

Mér finnst ótrúlega sniðug þessi úr efninu! Það væri líka svo persónulegt ef maður gerði þannig ;)

Árný Hekla on February 13, 2010 at 10:55 AM said...

Algjörlega, og svo væri hægt að sauma út e-ð fallegt í efnið ;)

Steinunn Lilja on February 13, 2010 at 11:23 AM said...

Rosalega sniðugt að láta forsíðurnar snúa fram. Tekur meira pláss en áreiðanlega miklu skemmtilegra fyrir börn að velja sér lesefni svona.

OFURINGA on February 13, 2010 at 11:24 AM said...

Oooo þetta er svo fínt blogg hjá ykkur! Rosalega gaman að skoða :)

Mér finnst þessi úr þakrennunum alger snilld. Frábært að geta nýtt afgangs efni...

Heida Maria Sigurdardottir on February 13, 2010 at 3:46 PM said...

Hvar fæst þessi með glerframhliðinni? Ég bý nefnilega í Bandaríkjunum, nananabúbú.

Árný Hekla on February 13, 2010 at 6:14 PM said...

Hehehe, þú getur klikkað á myndina Heiða, þá ferðu á síðu sem selur hana

sigurlaug elín said...

Æðislegar myndir!

Er einmitt búin að vera í svipuðum pælingum, mér finnst nefninlega barnabækurnar raðast svo illa í hillur því þær eru bæði mjög mis-stórar og svo líka úr mismunandi efnum.
Þessi lausn er skemmtilegri, fallegri og þægilegri.

Ég fann samt ekki myndarammahillurnar í nýjasta IKEA bæklingnum, heldurðu að þær séu ennþá til?

Árný Hekla on February 15, 2010 at 10:31 PM said...

þær eru allavega auglýstar á síðunnu hjá þeim, til í þremur lengdum:
http://ikea.is/categories/403/categories/408/products/5167

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...