Sunday, February 7, 2010

Fótskemla-æði

Ég vil byrja á að vara ykkur við en ég er komin með eitthvað æði fyrir fótskemlum og búin að fá of margar hugmyndir í kollinn... Vonandi á ég nú samt eftir að sjá í gólfflötinn á nýju íbúðinni þegar ég flyt, það gengur ekki að troðfylla húsið af húsgögnum ;)
En svo vil ég líka segja að það væri gaman að sjá hverjir eru að lesa skrifin hjá okkur systrunum, það er greinilegt á teljaranum að það kíkja mun fleiri hingað inn en bara við þrjár. Skrifið endilega komment, líka þó þið þekkið okkur ekkert endilega ;)
Hér eru myndir af nokkrum skemlum sem ég hef rekist á og oft eru lýsingar á því hvernig á að búa þá til :)

Mér finnst frekar töff að hafa þá "of" litskrúðuga...




Þessi er nú einum of stílhreinn fyrir mig... en ég er samt hrifin af því að skemillinn sé líka hirsla



Krúttlegur bekkur:


Ég veit ekki með ykkur en ég fíla þennan!

Þessi er kannski ekki alveg eins og ég myndi hafa hann en það eru góðar leiðbeiningarnar um það hvernig þetta er gert : Þessi er mjög svipaður en mun fallegri að mínu mati: En ætli ég myndi ekki frekar hafa hann einhvernvegin svona á litin, eins og þessi höfuðgafl:
Þessi er ekki heldur alveg "minn tebolli" en það er gaman að sjá aðferðina



Ég varaði ykkur við í upphafi... missti mig aðeins ;)




1 comments:

Kristrún Helga(Dúdda) on February 8, 2010 at 10:19 AM said...

Mér finnst fótskemlar æðislegir!! :-)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...