Friday, March 19, 2010

DIY

Sá svo skemmtilegt DIY um daginn á designsponge og ákvað að prófa. Svo þegar ég ætlaði að sækja leiðbeiningarnar núna finn ég þær hvergi.

En það þarf svosem engan sérfræðing til að sjá hvernig þetta er gert.. Bara rammi með engu gleri, efnisbútur, garn, teip og svo skemmtilegar myndir eða texti. Hér er mamma árið 1962 í útilegu, alveg ótrúlega sæt! og lítil mynd af Tálknafirði :-) En amma Jóna á Þórshamri á þessar myndir.

Held það væri líka gaman að setja málshætti fjölskyldunnar um páskana í svona ramma.

Hér er svo kortið sem ég föndraði fyrir afa þegar hann varð áttræður um daginn. En ég er mikið fyrir að föndra kort sem kosta lítið og eru skemmtileg.
Notaði bara sláturgarn, dagblað, karton og lím.


Langar líka að setja hér svo flott sem ég sá um daginn á designsponge. Elska þegar fólk breytir einhverju ljótu í fallega hluti :-)




1 comments:

Árný Hekla on March 19, 2010 at 8:31 PM said...

Vá hvað ramminn er flottur! skemmtilegt að hafa svona rauðköflótt :)
Ætlar þú að eiga hann eða varstu að gera fyrir mömmu?

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...