Friday, March 19, 2010

Heilsið Súra Reiðinlega

Svona var Súri orðinn fyrir ekki svo löngu En nú er hann kominn á ról!
Þá er bara að ákveða hvað ég geri næst, líklegast verður það einhverskonar dúkka.

En annars langar mig að segja ykkur að ég er ennþá jafn hissa á hvað fólk er gjafmilt (eins og ég talaði um hér). Ég rakst nefnilega á óóótrúlega flottar fígúrur um daginn og haldiði ekki að hún Gudrun Kulich í Hollandi hafi bara sent mér uppskriftirnar af þeim nær öllum!!! Ég á svo eftir að reyna að gera eitthvað af þeim, en fyrst geri ég eina af einfaldari fígúrunum hjá henni (sem er samt ekkert svo einföld...)


Hún Gudrun er algjör Amigurumi listamaður!! Skoðið endilega síðuna hennar :) Baby Gator verður fyrstur fyrir valinu en svo reyni ég kannski eitthvað af þessum uppskriftum:
2 comments:

Kristrún Helga on March 19, 2010 at 10:50 AM said...

Þetta er ekker smá flott hjá þér systir kær!

Og hinar eru líka rosa flottar! :-) Hlakka til að sjá hvernig þær koma út hjá þér ;-)

Sigurlaug Elín said...

Súri Reiðinlegi er rosalega flottur, Tótimar heppinn!

Og þessar amigurumi-fígúrur eru ótrúlegar. Þvílík listaverk!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...