Thursday, March 11, 2010

Ravelry-ást?

http://www.ravelry.com/ er stútfull af allskonar uppskriftum, bæði hekl og prjón! (Takk Bjarney fyrir að tala svo mikið um þessa síðu að ég VARÐ að skrá mig til að sjá þetta ;)

Eins og þið hafið tekið eftir þá er ég mikið fyrir það að hekla en kann engan vegin að prjóna svo hér er smá sýnishorn af þeim hekl-skemmtilegheitum sem þarna er að finna, en það er eiginlega ekki hægt að komast yfir að skoða allt á síðunni. Áður var ég með smá minnimáttarkennd gagnvart "prjónurum", en ekki lengur. Svoooo ekki lengur :)

Það er bæði hægt að finna ókeypis uppskriftir og svo er líka ýmislegt til sölu, en ef þið viljið bara leita af fríu efni þá setjið þið free í leitina og þá kemur eingöngu það sem er ókeypis.
Svo þegar þið skoðið uppskrift er gaman að velja projects í rammanum about this pattern sem er lengst til hægri, þá sjáið þið myndir frá fólki sem hefur gert eftir þessari sömu uppskrift, mjööög sniðugt :)


-VARÚÐ-
ég gat ekki hætt að skoða... og setti líklega allt of mikið hér inn...
og nú byrjar þetta:

Sætt vesti með hettu, í uppskriftinni er líka hægt að hafa ermar
Flott stelpusett
Eins og lítil býfluga :) ég varð þá bara að setja þessa líka, hehehe
Og þá auðvitað ein svona...
Skór
Húfa sem hægt væri að gera á bæði kynin...
Önnur húfa
Uhhhh ok.. krípí... En samt soldið töff?
Víkingahjálmur (hmm, Erna?)
Kúrekahattur fyrir börn
(mamma gerði oft mottur í þessum dúr, þá reif hún niður gömul sængurver til að hekla úr)
Mér finnst voða flott að hekla utan um steina, og þetta er mjög sniðugt :)


Kisumunstur
Ef þið viljið finna munstur í þessum stíl þá setjið þið crochet tapestry í leitina (og líka free ef þið viljið bara ókeypis uppskriftir :)

Gott að telja kindur fyrir svefninn (tapestry munstur)
Uppskriftirnar hér fyrir ofan eru allar fríar, ýmist hægt að vista þær sem pdf skjöl (sem mér finnst best) eða þá að þær eru birtar á heima/bloggsíðum. Ég varð samt að setja þessa líka þó að hún sé til sölu en ekki ókeypis, hún er bara einum of sæt til að sleppa henni.

--Ég varaði ykkur við--

Ég vona að ég sé ekki að þreyta neinn þegar ég set svona mikið inn í hver blogg, stundum missi ég mig bara aðeins.... Hvað segiði um það, finnst ykkur leiðinlegt að hafa þetta svona..?

5 comments:

Bjarney Inga on March 12, 2010 at 8:05 AM said...

Mér finnst fínt að hafa þau svona löng, og mér fínst hákarlahúfan ekkert smááá flott!

Dísa on March 12, 2010 at 10:09 AM said...

Ótrúlega skemmtilegar blogg færslur hjá ykkur systrum....

margar skemmtilegar hugmyndir og frábærtlega gaman að lesa....

Sigurlaug Elín said...

ómægaaaad ég verð að búa þetta ALLT til!!! Mér finnst ekki skaða að hafa löng blogg, mjög fæðingarorlofsvænt ;)

Mér finnst Vaxlita-teppið algjör snilld. Fer í það þegar ég klára hamborgarann.

Erna on March 13, 2010 at 11:28 PM said...

Vááá það er svo margt þarna sem ég ætla að gera!! Og að sjálfsögðu er víkingahjálmurinn fyrstur á listanum skohhh!!! Ég þarf að fá þig til að kenna mér að skoða þessa síðu, ég finn aldrei svona flott dót, alltaf bara einhverjar ógeðslega hallærislegar granny square peysur haha!

Sóley on March 19, 2010 at 10:15 AM said...

Mér finnst æðislegt að lesa bloggið og sjá allar þessar flottu myndir. Verst hvað kona hefur lítinn tíma í föndur í þessu blessaða fæðingarORLOFI ;)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...