Ég er búin að gera ýmislegt síðan ég kom og ætla að sýna ykkur smá af því :-)
Fyrst er þessi litla mynd sem ég gerði fyrir Kristinn bróðir. Prentaði textann út klippti og fór svo í holurnar með svampi.. Það tókst ekki alveg nógu vel. En mér finnst hún samt eiginlega bara krúttleg (eins og svosem svo margt annað ;-) )
Svo fékk ég æði fyrir að búa til dúska, því þeir eru jú svo krúttlegir
Kláraði svo þessa húfu á mig, er búin að fá spurninguna: ,, þú ætlar þó ekki að ganga með hana er það?" þónokkuð oft.. hmmm. Heehe
Ég er búin að róta fullt í efnakössunum hennar mömmu og finna mikið af flottum efnum sem ég má sauma úr. Er nú þegar búin að sauma mér eitt pils og ætla að gera fleiri :-) Er líka búin að taka upp snið fyrir kjól á Erlu.
Gerði svo þessa spennu fyrir hana Erlu í dag. Er hún ekki sæt ? :-)
Gagga frænka kom svo til mín um daginn og kenndi mér að prjóna eins og sú örvhennta manneskja sem ég er.. og verð víst að viðurkenna að það er léttara. Svo núna er ekki eftir neinu að bíða og fara að klára sokkana á Erlu.
Kem með mynd á morgun af pilsinu..
2 comments:
Ohhhh... HEIMÞRÁ!
Samt gaman að heyra að þið hafið það gott :)
Hver veit nema að ég steli eitthvað af efnunum frá þér, múhahahahaha!
Ein pæling Dúdda, hverjir eru eiginlega örvhentir? Ég vissi td ekki að Gagga væri líka örvhent.
Það eru:
Þú, pabbi, Davíð bróðir, Pabbi, Jóna amma, Þór, mannstu eftir einhverjum fleirum?
Ætli handavinnukennarar læri í dag að kenna örvhentum? Vonandi!
Post a Comment