Wednesday, March 10, 2010

Stráklingar

Ef þið skoðið mikið af föndurbloggum hafið þið eflaust tekið eftir því að það er hægt að finna eeeeeendalaust margar leiðbeiningar um það hvernig á að búa til hin og þessi föt fyrir stelpur, en það er nokkuð erfitt að finna eitthvað skemmtilegt fyrir stráka... Þess vegna týndi ég hér til eitthvað af því sem ég hef rekist á á vafrinu.

Dana heldur úti blogginu MADE og er algjör snillingur. (Litli strákurinn hennar er vægast sagt gorgeus, sjáiði bara myndirnar :) En allavega, hún er með fullt af hugmyndum og hér eru nokkur dæmi um það:

Þessi bolur er ekkert smá flottur, og hún lofar því að þetta sé auðvelt og fljótlegt verkefni...
Rosa flott vesti sem hún bjó til úr gamalli peysu
Hér eru þægilegar buxur sem hún hafði nógu rúmar um bossann til að bleyjan kæmist vel fyrir
og aðrar flottar buxurKíkið endilega á bloggið hennar, þar er ótrúlega margt að skoða. Hún var meðal annars með strákaþema nokkuð lengi og bloggaði þá bæði sjálf um ýmislegt sem við kemur strákum og sagði frá því sem hún hafði séð hjá öðrum bloggurum.
Hér er svo Sæt samfella frá Naomi:
Taylor skreytti þennan bol með "tattúi" :)
Ég veit að þetta er stelpa, en mér finnst þessar buxur alveg eins ganga fyrir strák:
Sætar buxur:
Fleiri buxur gerðar á svipaðan hátt:
Clevergirl sýnir okkur hér hvernig hún bjó til þessa húfu og það er líka hægt að vista leiðbeiningarnar á pdf-skjali
Þessir vettlingar eru örugglega þægilegir
og að lokum þá eru hér aðrir vettlingar, URRRRR!!
Ef þið rekist á eitthvað skemmtilegt fyrir stráka þá megið þið eeeeeeeendilega láta mig vita :)

2 comments:

dana on March 11, 2010 at 2:37 AM said...

Thank you for posting about our BOY stuff! I love it!
Your blog is very cute :)

Tinna Hrund on March 11, 2010 at 8:30 PM said...

Vá þetta er svo æðislegt blogg. Fíla líka hvað þið eruð virkar.
Knússs..
Tinna

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...