Eins flottir og vegglímmiðar eru þá eru þeir frekar dýrir. Svo hér kemur DIY sem er bæði kreppu- og leigjendavænt. Ég fann á heimilinu misstóra hringlótta hluti, strikaði eftir þeim og klippti út. Þá eru komnir hringirnir sem ég festi svo upp á vegginn hjá Erlu Maren.
Svo er ég lengi búin að leita að mynd af fugli til að geta sett á vegginn hjá henni en sama hvað ég leitaði þá fann ég engann sem heillaði nóg. En svo fann ég þessa mynd um daginn hér. Kunni auðvitað ekki að stækka hana í tölvunni svo ég teiknaði hana bara sirka.. Bjó svo til smá vængi og festi á. Mér finnst þeira alveg ofur kjút! :-)
Það eina sem þarf er því karton, blýantur, strokleður, skæri og kennaratyggjó.
1 comments:
Ekkert smá flott! Heppin hún Erla Maren:)
Post a Comment