Fór til Elskulegrar ömmu minnar, Jónu á Þórshamri, þegar ég var fyrir vestan. Vissi að hún var alltaf dugleg að sauma og langaði að tékka hvort hún ætti einhver saumablöð.
Amma saumaði t.d. þessa skyrtu á mig þegar ég var lítil. Hér er Erla mín í henni.
Amma átti heldur betur nokkur blöð og hún vildi endilega gefa mér þau!! Þarna í bunkanum voru líka nokkur gömul prjónablöð
Nokkrar flottar flíkur í blöðunum: Góðan þriðjudag!! :-)
Við erum þrjár systur að vestan sem búum núna á þremur stöðum á landinu. Okkur finnst öllum gaman að búa til eitthvað fallegt og ákváðum því að stofna þessa síðu til að geta deilt hinu og þessu með hvorri annarri, bæði því sem við erum að dunda við og svo bara hinum ýmsu hugleiðingum.
Ef það er eitthvað sérstakt sem við myndum vilja smita aðra af þá er það lífsgleði! Við erum með stór hjörtu og því oft á tíðum væmnar, en við eigum það líka til að vera hipp og kúl ;)
Það er öllum velkomið að skoða sig hér um, og endilega skrifið lítil komment þegar þið heimsækið okkur. Ef þið viljið ná sambandi við okkur sendið okkur endilega póst á systraseidur@yahoo.com :)
Allar myndir hér eru okkar eign nema annað sé tekið fram
3 comments:
Þessi tennispeysa fyrir karlmenn er eiginlega dásamleg! Mig langar að prjóna hana!
Ó Erla fallega! Þú ættir að setja inn mynd af þér í skyrtunni líka! :)
Og þú veist að ég á eftir að sníkja blöðin, að minnsta kosti að láni :)
Bjarney, á ég ekki bara að fá lánað blaðið með tennispeysunni og taka hana með í næsta handavinnuhitting? Dúdda, má það?
Já það má sko alveg :-) Bara ef ég fæ það til baka ;-)
Post a Comment