Tuesday, April 13, 2010

Prjónuð Kápa


Við Erla Maren erum svo sannarlega heppnar! Hún elsku besta Sólrún, vinkona okkar og frænka, var að snara þessari gulllllfallegu kápu af prjónunum. Og litla daman mín er eins og lítil fín frú!!  Þetta var svo akkúrat sem hana vantaði. Takk takk enn og aftur Sólrún mín!


Við eigum hvor annan að 

eins og skefti og blað 

í lífsins skúraveðri; 

hanski og hönd 

hafið og strönd. 

 

Við eigum samleið ég og þú 

eins og vinda og vindubrú 

 

Andlit og nef 

nefið of kvef 

við hnerrum hjartanlega. 

Allt gengur vel 

ef þú átt vinarþel. 

 

Stundum fellur regnið strítt. 

Stundum andar golan blítt. 

Öðrum stundum allt er hvítt! 

En síðan verður aftur hlýtt! 

Sumir kvarta sí og æ! 

Svoleiðis ég skellihlæ. 

 

Allt gengur miklu betur í vetur 

ef þú getur 

kæst með mér kömpunum í 

 

Það verður bjart yfir borg 

og bros um öll torg. 

 

Við syngjum sólarsöngva. 

Snúðu á hæl! 

Með þessu mælum við! 

 

Ekkert jafnast á við það 

að eiga góðan vin í stað. 

Að standa tveir í hverri raun 

eru vináttulaun! 

 

Ekkert jafnast á við það 

að eiga góðan vin í stað! 

Að standa tveir í hverri raun 

eru vináttulaun! 

-- úr tommi og jenni mála bæinn rauðan


 


3 comments:

Árný Hekla on April 14, 2010 at 12:19 AM said...

Jidúddamía!
Þetta er svo falleg kápa! og flott húfan og trefillinn með :)

Og Sólrún, ég á líka stelpu ;) Tíhí :)

Eyrún Ellý on April 14, 2010 at 8:58 AM said...

Æðisleg kápa! Ef einhvern tímann væri tilefni til að taka upp prjónanna þá væri það núna! :)

eva lind said...

váá! Neðsta myndin er sérstaklega flott!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...