Saturday, May 1, 2010

Surprise!

Jæja, ég er ekki aktívur bloggari hérna inni, enda mikið að læra og gera annað en að föndra. En ég var að fara yfir tölvuna mína og er að eyða fullt af drasli og fann hérna texta sem ég skrifaði í 7. eða 8. bekk, semsagt 13-14 ára og hann er um fyrirmynd:

Sú persóna sem ég lít mest upp til


Ég lít mest upp til systur minnar, hennar Kristrúnar Helgu.
Af hverju?

Kristrún Helga eða Dúdda eins og hún er kölluð er frábær fyrirmynd!
Dúdda er dökkhærð, í meðalhæð, sítt, brúnt hár, notar gleraugu, með frábæran fatasmekk, hún er með eitt fallegasta bros sem ég veit um og alveg rosalega falleg.
Hún er fyndin, skynsöm, samviskusöm, dugleg, góð, hjartahlý, falleg, alltaf í góðu skapi, með undarlegan hlátur og með sérstakan og yndislegan húmor , með góðan persónuleika, falleg, og frábær á alla vegu!
Dúdda er ein af 8 systkinum mínum.
Hún er alltaf góð við okkur systkinin og við reynum alltaf að vera góð við hana.
Hún er því miður farin í framhaldskóla á Selfossi og mér finnst það vera leiðinlegt. Hún er líka að vinna á Selfoss og stundum dauðlangar mig til að fara til hennar!
Dúdda var í Grunnskóla Tálknafjarðar og var alltaf dugleg í skólanum, enda mjög skynsöm og samviskusöm:)
Dúdda var líka alltaf góð í íþróttum og var kosin sundmaður ársins 2001 og sundmaður HHF sama ár.
Dúdda drekkur ekki og reykir ekki og mér finnst það frábært hjá henni og við erum öll mjög stolt af henni fyrir það!
Hún vinnur hérna á Tálknafirði á sumrin, í fiski og það er æðislegt að vinna með henni, hún er alltaf hress og kát og vinnur hratt og vel!


Mér finnst Dúdda æðisleg manneskja á alla vegu og ég lít mjög mikið upp til hennar og það er mjög erfitt að feta í fótspor hennar.
..Dáldið krúttlegt! Ég veit að þetta passar ekki alveg inn í síðuna, en Dúdda er oft að biðja mig um að setja eitthvaaaað hérna inn og núna vona ég að hún sé aðeins sáttari með litlu systur, hehe;)

1 comments:

Kristrún Helga on May 1, 2010 at 8:57 PM said...

ÆJJJ Litla krúttsprengjan þín!! Þú ert æði og yndisleg!!

Og já sko.. Þú fékkst mig til að brosa, ég er alltaf ánægð með þig! :-)

Lov jú! :-*

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...