Tuesday, June 15, 2010

Naív...

Nú langar mig í enn eina bókina, þessa hér:En mér finnst reyndar titilinn mun skemmtilegri á ensku...
Það er kannski ekki skrýtið að ég sé hrifin af Naive-málverkum því ég á seint eftir að teljast fullorðinsleg... ;) Bókin er eftir Aðalstein Ingólfsson.
Þar er m.a. fjallað um hvað skilgreinir næfa list frá alþýðulist.
Þegar merking orðsins "naive" er skoðuð - barnslegur, einfaldur, saklaus, auðtrúa - er nokkuð ljóst hvað næf list felur í sér. Í grófum dráttum er næfur listamaður því sá sem hefur á einhvern hátt varðveitt sína barnslegu sýn á heiminn og býr að henni allan sinn aldur. Næfir listamenn búa oftar en ekki yfir ríku hugarflugi og skapa sér sinn sérstaka myndheim. Myndefnið er oftast mikilvægt, að koma frásögn til skila. Aðalsteinn flokkar næfa myndlistarmenn í tvo hópa, sögumenn og skreytilistamenn.

Ég reyndi að finna myndir eftir listamenn/konur sem fjallað er um í bókinni til að sýna ykkur en fann nú ekkert alltof margar...

Hægt er að lesa frásagnir hennar um nokkur verk sín hérna, og þar eru líka myndir með.
Hér er svo skemmtileg grein um hana fyrir þá sem hafa áhuga. Þessi er ææææðisleg! Ég er ekki viss hvort sjómaðurinn sé að hvíla sig, eða hvort það sé einfaldlega ekki meira pláss fyrir hann í bátnum, hehehe.



Ísleifur Konráðsson

Í sumar verður sérstök sýning á verkunum hans á Gíslastöðum í Haukadal (í Dýrafirði).


1 comments:

Osk on June 16, 2010 at 1:32 PM said...

Sjómannamyndin finnst mér alveg æðisleg! Svona mynd sem ég verð ánægð á að skoða

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...