Hugmyndina af kökunni fékk ég héðan, en útfærði hana að vísu aðeins öðruvísi. Ég hef voða gaman af fallegum afmæliskökum en í ár ákvað ég að reyna að komast auðveldlega frá þessu. Og það gerði ég heldur betur. Magga vinkona mín bakaði botninn í stóru hringformi, ég skar það svo til helminga og smellti öðrum helmingnum ofan á hinn, skar úr í miðjunni. Bettý vinkona kom svo til hjálpar með kremið ;-)
Smá afmælisskraut, með reyniberjunum úr garðinum.
Eins gott að kertin voru 2 því kertin á afmæliskökuna gleymdust...
Annar í afmæli: Tótimar, Árný og Freyja Sigga kíktu á okkur. Mikið stuð, mikið gaman
2 comments:
Sæta snót! Til hamingju með hana Dúdda :)
Til hamingju með dömuna! Mér finnst bæði kakan og kertin mjög skemmtileg, sönnun þess að hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir til að vera fallegir :)
Post a Comment