Monday, October 25, 2010

Hvítt

... eins og hvítt lín kom fyrsti snjórinn í nótt
Þrestirnir dansa á ísuðum línum
en hér inni er allt stillt og rótt  

-Bubbi

Gaman að sjá snjóinn aftur. Finnst allt svo hreint þegar snjórinn kíkir á okkur


Dásemdarhelgi á Tálknafirði að baki og ég orðin frú. Það var allt alveg eins og það átti að vera.
Veðrið var fullkomið, fjölskyldan og vinirnir svo duglegir að hjálpa til að gera allt fínt, Tónlistin yndislega, Alli minn dásamlegur og Erla pons líka og svo auðvitað hvað allir voru fallegir þennan góða dag.

Drifum okkur aftur heim í hreiðrið okkar í nótt, á undan veðrinu.

Ponsan var æst í að kíkja aðeins á leikskólann í morgun svo við hjónakornin kúrðum heima, veðrið bauð svo sannarlega upp á það.

Ég bíð svo spennt eftir að fá myndir frá deginum í hendurnar og geta kannski deilt með ykkur. Ég þarf í það minnsta að sýna ykkur það sem við systur föndruðum fyrir veisluna <3

3 comments:

Anonymous said...

Innilega til hamingju með brúðkaupið frænka.
Ég hef mikið gaman af þessu bloggi ykkar :-)

Anonymous said...

hahahaah gleymdi að skrifa nafnið mitt :-)
Sandra Dögg

Hanna Siv said...

Ohh til hamingju aftur :))) Hlakka ekkert smá til að fá að sjá myndir frá brúðkaupinu ;)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...