Sunday, February 27, 2011

Sunnudagskúr - allskonar

Ekki seinna vænna að brenna niður kertin frá því um jólin.

Málaði loksins stafina sem Pabbi minn hjálpaði mér að saga út. Þeir eru langt frá því að vera fullkomnir enda vorum við bara að æfa okkur ;-) 

Ég er búin að koma svona smáskilaboðum fyrir útum alla íbúð.. Alveg spurning um að fara að fara að róa sig hahaha :-)

Þetta dúkkuhús keypti ég í nytjamarkaðinum hér á Selfossi. Það þurfti bara aðeins að þrífa það. Það gegnir hlutverki bókahillu inní stofu núna.

Stafina hennar Erlu fékk ég í litir og föndur. 
Magga vinkona reddaði mér þessum ömmustól. Er alveg búin að vera með svona stól á heilanum. Langaði svo í svona fyrir nýja barnið. Mamma ætlar að hjálpa mér að setja nýtt efni. Núna þarf ég að fara í að finna eitthvað agalega fínt :-)

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...