Saturday, June 4, 2011

Pottaleppar fyrir mömmu

Mamma getur verið svo fyndin. Hún hefur lengi ætlað að hekla sjálf nýja pottaleppa þar sem uppáhalds pottalepparnir hennar voru orðnir svo slitnir. Lúmska dóttir hennar ég fann uppskrift að alveg eins pottaleppum og ég heklaði þá fyrir hana, mamma var rosa ánægð með gjöfina. 
Þegar ég síðan kom næst í heimsókn til hennar hanga lepparnir á áberandi stað en mamma notar þá aldrei því eins og hún orðaði það "þá eru þeir spari". Hún notar þess í stað þessa slitnu, hahahahaha :)

Spari-pottalepparnir hennar mömmu:


1 comments:

Eva Lind said...

Haha týpískt að tíma svo ekki að nota nýju fínu!! :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...