Lesist á eigin ábyrgð - hér að neðan er uppskrift að nokkru algerlega ómótstæðilegu! Heimagerðum ís með marengs!
Barnamatskrukkurnar koma enn einu sinni að góðum notum. Fínt að setja þessa kaloríu bombu í svoleiðis sem tilraun til að hemja sig ;-)
Marengs:
Ég gerði marengs úr 3 eggjahvítum setti saman við það um einn bolla af sykri, bakaði hann við 140° í um 40 mín.
Ís:
Hrærði 3 eggjarauður saman við 50 gr af sykri þar til það var létt og ljóst,
bræddi 100 gr af suðusúkkulaði og blandaði því svo saman við eggrauðuhræruna.
Því var svo blandað rólega saman með sleif við 500ml af rjóma.
Rúsínan í pylsuendanum var svo 2 risa draumar bútaður í litla bita og bætt við ísinn.
Marengsinn var brotinn niður í krukkurnar og ísinn svo settur yfir hann.
Stelpur! Þetta er truflað!! Það voru að vísu skiptar skoðanir á því hvort marengsinn væri nauðsynlegur í þessari blöndu. Er samt á því að hann skaði ekki ;-)
Getið þið staðist freistingar? Haha ekki ég! Sem betur fer fengum við hjónin nokkrar heimsóknir um helgina svo þetta hvarf ekki allt ofan í okkur. :-)
3 comments:
Þetta hljómar dásamlega :) verð að prófa þetta við tækifæri, verst að ég á engar barnamatskrukkur ;) þarf þá að bíða eftir að halda matarboð eða eitthvað til að þetta setjist á fleiri en mig :D
Ji Dúdda mía! Ég sem ætlaði að koma!!!!!
Ummmm nammi nammmmm
Post a Comment