Thursday, October 6, 2011

Ofurkrúttleg prjónabúð

Ég fór í nýja prjónabúð um daginn, Litlu prjónabúðina, og þar voru ofurkrúttlegar skreytingar úr garni (en ekki hverju?)Það er langt síðan ég ætlaði mér að búa til eitthvað í þessum dúr... nú er spurning hversu lengi ég ætla að fresta því ;)

Ástæðan fyrir því að ég gerði mér ferð þangað var þó ekki stór heldur oggu-poggu lítil, ég vissi að þar væru seld pínulítil skæri sem ég varð að eignast ;) Ég hafði séð svona skæri áður en mundi Ekkert hvað þau hétu og þrátt fyrir mikið "gúggl" þá bara fann ég þau ekki. Það var því mikið gleðiefni að sjá á facebook síðu Ltilu prjónabúðarinnar að þau væru seld þar og ég gat hætt að leita og leita ;)


...og Dúdda, svo fást rosa fínar tölur þar sem þú ættir að reyna að kíkja á :)

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...