Friday, January 20, 2012

Bóndadags glens

Loksins kom dagurinn sem allir hafa beðið eftir! Hvað er betra en að hafa leyfi fyrir dekri og væmni við þessar elskur! Það sem kostar minnst er oftast best..

Svona var dagurinn okkar:


Í 10 kaffinu beið kassi á borðinu með hinu klassíska ástarbréfi frá frúnni. Auk þess var þar origami hjarta sem ég lærði að gera í morgun með hjálp youtube og svo hin gamla góða trana, nú úr svörtum pappír og er þessvegna svolítið krummaleg.. Kallinn var auðvitað agalega kátur með þetta!



Í hádeginu voru þessi skilaboð komin uppá töflu í eldhúsinu en þarna stendur. 

Bóndadagur 2012
tanlningu í kjörinu um 
kynþokkafyllsta íslenska karlmanninn 
er lokið. 
Sigurvegarinn er 
Arilíus Marteinsson


3 kaffið: Uppáhaldstertan! Púðursykurmarengs. Hún var samt svo ljót greyjið að ég geri ykkur það ekki að horfa á mynd af henni ;-) Veislugestirnir voru svo 3 sætar píur!
Auðvitað og að sjálfsögðu bíður hans svo ofurvæmin feisbúkk kveðja að vinnudegi loknum þar sem lag með Hjálmum spilar aðalhlutverkið ;-)


Ef þið eruð ekkert búnar að gera fyrir elsku kallana ykkar í dag mæli ég með origami hjarta og ástarbréfi. Kostar ekki krónu en er samt best!

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...