Monday, April 30, 2012

Smá breyting á blogginu

Ég er mikið búin að hugsa um litla sæta bloggið okkar undanfarið og er að hugsa hvað ég vilji gera við það. Ég geri mikið af því að skoða bloggsíður og þær síður sem eru í uppáhaldi eru þær sem eru persónulegar og með mikið af myndum sem fylla mig af innblæstri. Ég er sjálf oftast með myndavélina mína með mér og er alltaf að verða betri og betri með hana ;-)

Eftir að ég er farin að nota pinterest þá finnst mér það svo mikil óþarfi að vera að setja myndir frá öðrum hér inn,, hitt er svo mikil tvívinna.. Svo er annað sem böggar mig mikið með myndirnar sem ég linka á hér að fólk er farið að pinna þær í svo miklum mæli eins og þær séu okkar eign. Nota s.s. ekki linkinn fyrir neðan myndina. Það er eiginlega alveg ferlegt. Það eru líka komnar svo margar linkasíður íslenskar og erlendar sem gaman er að skoða eins og t.d. Hugmyndir fyrir heimilið.

Ég er því að hugsa um að fara að draga mikið úr því að fá myndir lánaðar af öðrum síðum og reyna að birta sem mest af myndum frá mér. Myndefnin eru ekkert af verri endanum hér fyrir vestan heldur og þá er ég ekki bara að tala um landslagið sem er auðvitað alveg kingimagnað! Heldur aðallega skotturnar mínar sem breytast og þroskast á hverjum degi. Svo væri ekki heldur leiðinlegt fyrir ykkur ef ég fengi að setja inn eins og eina og eina mynd af kyntröllinu sem eiginmaður minn er ;-)

Ef þið kæru lesendur eru með einhverjar óskir um það sem ykkur langar til að sjá verið ófeimin við að tjá ykkur. Það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur. Hvert komment gefur mér ótrúlega mikið ! :-)



 Ég ætla samt að taka fram að systur mínar ætla að halda áfram að blogga og póstarnir þeirra verða með svipuðu sniði og þeir hafa verið. 


Eigiði góðan dag elskurnar *

4 comments:

Eva said...

Jibbí mikið hlakka ég til að fylgjast með þessum breytingum, mér líst mjög vel á þær!
Held að allir séu sammála um að þegar manneskja eins og þú átt í hlut þá séu persónulegu færslunar þær skemmtilegustu, sérstaklega skreyttar með dásamlegu myndunum sem þú tekur og broti af afrakstrinum - maður fær alltaf sól í hjartað..
Ég fæ ekki nóg af litlu sætu snillingasystrunum..
nú eða ykkur stóru! ;)

Anonymous said...

Geturu ekki haft bloggið þitt fast á öllum myndunum svo ef fólk er að pinna þær sem sýna eign þá sést alltaf hvaðan þær koma?

Anonymous said...

Mig langaði til að spyrja hvernig myndavél og linsu þú ert að nota? kv. Elfa

Dossa G on April 30, 2012 at 6:34 PM said...

Bara gaman að þessum breytingum! Ég reyni að birta oftast bara myndir sem ég tek sjálf, fyrir utan þegar ég tek lang-í póstana mína :)

Hef alltaf gaman að því að skoða síðuna ykkar!

kv.Soffia
www.skreytumhus.is

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...